- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjamenn færðust upp í fimmta sæti

Einar Jónsson, þjálfari Fram mátti bíta í það súra epli að tapa í kvöld. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

ÍBV hafði sætaskipti við Stjörnuna í kvöld í Olísdeild karla í handknattleik eftir sigur á Fram, 30:29, í Úlfarsárdal. ÍBV fór upp í fimmta sæti með sigrinum, er stigi á eftir Fram sem er áfram í fjórða sæti með stigin 13 eftir 11 leiki. ÍBV, eins og flest lið deildarinnar, hafa lagt 10 leiki að baki.

Þetta var annað tap Fram í röð á heimavelli.


Fram var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14:12, og hélt frumkvæði og vel það fyrstu 10 mínúturnar í síðari hálfleik áður en Eyjamenn sættu lagi og komust inn í leikinn á ný.


Ruðningur var dæmdur á bæði lið á síðustu mínútu. Fyrst á Arnór Viðarsson, leikmann ÍBV, og síðan á Breka Dagsson, Framara, á síðustu sekúndum. Þar með rann möguleiki Framara á að öngla í annað stigið.


Fullvíst má telja að bæði lið hafi leikið betur en þau gerðu í kvöld. Talsvert var um einföld mistök. Ekki verður hraðanum kennt um því hann var ekki mikill á löngum köflum.


Reynir Þór Stefánsson hélt uppi sóknarleik Fram lengst af ásamt Luka Vucicevic sem fór vel af stað en missti dampinn þegar á leið. Reynir Þór var frábær. Hann skoraði að vild reyndist vöskum varnarmönnum ÍBV erfiður. Varnarleikur Fram var góður framan af og þá varði Lárus Helgi Ólafsson vel. Þegar á leið datt botninn úr.


Talsvert var um klaufabrottrekstra á báða bóga. Fyrir vikið voru leikmenn óvenju oft utan vallar eða í alls 26 mínútur. Þar voru leikmenn Fram í 16 mínútur í kælingu og tveir fengu rautt spjald er þeir voru sendir í skammarkrókinn í þriðja skipti.


Sóknareikur ÍBV batnaði mjög í síðari hálfleik enda skoraði liðið 18 mörk. Rúnar Kárason var að vanda öflugur, jafnt við að skora og að skapa marktækifæri en þau voru sjö hjá honum að þessu sinni. Arnór Viðarsson, Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðarson voru allt í öllu í vörninni.


Mörk Fram: Reynir Þór Stefánsson 11/2, Luka Vukicevic 8, Stefán Orri Arnalds 3, Stefán Darri Þórsson 2, Breki Dagsson 2, Ívar Logi Styrmisson 2/1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 11, Arnór Máni Daðason 0.
Mörk ÍBV: Elmar Erlingsson 8/4, Rúnar Kárason 8, Kári Kristján Kristjánsson 5, Gabríel Martinez Róbertsson 3, Janus Dam Djurhuus 3, Róbert Sigurðarson 2, Arnór Viðarsson 1.
Varin skot: Jóhannes Esra Ingólfsson 4, Björn Viðar Björnsson 2.

Staðan í Olísdeild karla:

Valur10901332 – 28118
Afturelding10622301 – 27514
FH10622291 – 28514
Fram11533328 – 32213
ÍBV10523334 – 30412
Stjarnan10433295 – 28511
Selfoss10415301 – 3119
Grótta9324251 – 2498
KA10325283 – 2978
Haukar10316290 – 2847
ÍR10317281 – 3425
Hörður10019289 – 3411

Handbolti.is var í Úlfarsárdal og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -