- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Frakkar fengu ekki rönd við reist í Zrenjanin

Kentin Mahe hafði ekki mikla ástæðu til að fagna í Serbíu í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Serbar lögðu Frakka með þriggja marka mun, 27:24, í upphafsleik fyrsta riðils undankeppni EM2022 í handknattleik karla sem fram fór í Zrenjanin í Serbíu í dag. Serbneska landsliðið var einnig þremur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:11.


Leikjum var ekki við komið í 1. riðli undankeppninni þegar riðlakeppni EM hófst snemma í nóvember. Kórónuveiran setti þar í strik reikninginn. Einnig eiga landslið Belga og Grikkja sæti í þessum riðli.


Mijajlo Marsenic og Lazar Kukic voru markahæstir hjá Serbum. Þeir skoruðu sex mörk hvor. Petar Djordjic skoraði fjögur mörk og Milos Orbovic skorað þrisvar sinnum.


Kentin Mahe skoraði sex mörk fyrir Frakka og var þeirra markahæstur. Luc Abalo skoraði fjögur mörk og Timothey N’guessan og Melvyn Richardson skoruðu þrisvar sinnum hvor.

Frakkar voru með sitt sterkasta lið í leiknum en vissulega sakna þeir Nikola Karabatic sem er fjarri góðu gamni eftir að hafa slitið krossband í haust.

Króatar unnu Spánverja, 31:28, í Evrópubikar EHF en leikið var í Króatíu í dag. Lið þessara þjóða mættust í úrslitaleik EM fyrir ári í Svíþjóð. Þá höfðu Spánverjar betur. Í Evrópubikar EHF taka sæti þau lið sem fara ekki í gegnum undankeppni fyrir EM þar sem þau hafa þegar öruggt sæti. Auk Króata og Spánverja, tveggja efstu á EM fyrir ári, senda Ungverjar og Slóvakar lið til leiks í Evrópubikarnum. Ungverjar og Serbar verða gestgjafar EM að ári liðinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -