- Auglýsing -
- Auglýsing -

Halldór Sævar og Curda sóttu farangurinn í Prag

Daníel Curda með sigurmerki á lofti þegar pakkað hafði verið í sendiferðabílinn við flugvöllinn í Prag í morgun. Mynd/aðsend
- Auglýsing -

Leikmenn karlaliðs ÍBV í handknattleik komu til Prag undir miðnætti í gær eftir dagsferðalag sem hófst með siglingu með Herjólfi frá Vestmannaeyjum á tíunda tímanum í gærmorgun. Þegar komið var á leiðarenda í Prag í gærkvöld varð ljóst að aðeins hluti af farangri liðsins hafði skilað sér á leiðarenda eftir flugið frá Frankfurt til Prag.


Þess vegna var ekki til setunnar boðið fyrir Halldór Sævar Grímsson hinn sjóaða liðstjóra ÍBV í morgun. Hann dreif sig af stað út á flugvöll nánast við fyrsta hanagal til þess að hafa upp á farangrinum. Halldór Sævari til halds og trausts var Daniel Curda þrautreyndur landsliðsmaður Tékka sem nú hefur lagt skóna að mestu á hilluna.


Eftir nokkra leit höfðu Halldór og Curda upp á farangrinum sem kom á eftir liðinu og fyllti sendiferðabíl. Nú hefur allur farangur liðsins skilað sér á úrvalsgott hótel sem ÍBV-liðið dvelur á í Prag. Ekkert er þar með til fyrirstöðu að leikmenn ÍBV komist á æfingu fljótlega eftir hádegisverð.


Framundan eru tveir leikir við Dukla Prag á morgun og sunnudag í 3. umferð Evrópbikarkeppninnar í handknattleik.


Handbolti.is ætlar að fylgjast með viðureignum ÍBV-liðsins og Dukla Prag eftir fremsta megni. Ekki liggur fyrir hvort streymt verður frá leikjunum í Prag.

Fyrri leikurinn hefst klukkan 13 á morgun, laugardag. Flautað verður til síðari viðureignarinnar klukkan 17 á sunnudaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -