- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Vorum klaufar að nýta ekki tækifærin okkar

Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

„Að sama skapi og við vorum nærri því að vinna leikinn þá vorum við klaufar missa boltann í lokin í hendurnar á Benedikti Gunnari. Ég var akkúrat á sama tíma að biðja um leikhlé og sá ekki skýrt hvað gerðist,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is í gærkvöldi eftir jafntefli Aftureldingar og Vals í 12. umferð Olísdeildar karla í handknattleik á Varmá.


Margt gekk á síðustu mínúturna eins og rakið var hér en m.a. segir Gunnar að auk þessa atriðis í lokin sem varð þess valdandi að Valur skoraði jöfnunarmarkið þá hafi Aftureldingarliðið farið illa að ráði sínu hvað eftir annað á síðustu sjö til átta mínútum leiksins þegar góð færi fóru forgörðum, vítakast og eins góð marktækifæri á sama tíma og Afturelding var í yfirtölu.


„Við fengum yfirtölu og vítakast á síðustu mínútum sem við nýttum ekki vel. Ég er óánægður með að nýta þá stöðu ekki betur,“ sagði Gunnar og bætti við að þegar litið er yfir leikinn, þar sem Afturelding var lengst af undir, þá var heildar frammistaða liðsins góð.


„Fyrir utan stutta kafla í báðum hálfleikum þá var frammistaðan mjög góð hjá okkur. Við vorum með burði til þess að vinna en þurftum til þess að nýta betur færin sem gáfust á mikilvægum köflum í leiknum. Möguleikarnir voru fyrir hendi,“ sagði Gunnar Magnússon þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is strax eftir leikinn í gærkvöld.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -