- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Elín Rósa skoraði 1.000. Evrópumark Vals

Elín Rósa Magnúsdóttir, Val, skoraði sjö mörk í dag. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði 1000. mark kvennaliðs Vals í Evrópumótum, er hún skoraði sautjánda mark Vals gegn spánska liðinu Club Balonmano Elche í Evrópubikarkeppninni í fyrri leik liðanna í Elche í morgun. Club Balonmano fagnaði sigri, 30:25. Liðin mætast aftur á morgun í Elche.

 

Valur hefur leikið 43 Evrópuleiki síðan að liðið lék fyrst íslenskra liða í Evrópukeppninni 1965. Valur hefur unnið 20 leiki, gert þrjú jafntefli og tapað 20 leikjum. Valskonur hafa skorað 1.008 mörk, gegn 1.025.

 Ágústa Edda Björnsdóttir hefur skorað flest mörk Vals, 72. Dagný Skúladóttir kemur næst á blaði með 59 mörk.

Sigríður Sigurðardóttir var fyrsta konan sem valin var íþróttamaður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna. Hér er hún á heimili sínu ásamt eiginmanni sínum, Guðjóni Jónssyni, og dóttir þeirra, Guðríði, með styttuna góðu 1964.

 Það var Sigríður Sigurðardóttir sem skoraði fyrsta Evrópumark Vals, gegn norska liðinu Skogn í Laugardalshöllinni 19. desember 1965, 11:9. Það var fyrsta Evrópumark kvenna á Íslandi. Þess má til gamans geta að eiginmaður hennar, Guðjón Jónsson, skoraði fyrsta Evrópumark karla, þegar Fram lék gegn Skovbakken í Árósum 1962.

 Sigríður skoraði í öllum sex Evrópuleikjum sínum, samtals 22 mörk. Guðjón skoraði einnig mörk í öllum sex Evrópuleikjum sínum , samtals 25 mörk.

 Guðríður, dóttir þeirra, skoraði mörk í öllum 22 Evrópuleikjum sínum, alls 141 mark. Guðríður, sem lék sinn fyrsta Evrópuleik 15 ára 1976, er lang markahæst íslenskra kvenna.

Þess má geta að Sigríður Hauksdóttir lék með Val í leiknum í Elche í dag. Hún er dóttir Guðríðar og þar af leiðandi dóttur dóttir Sigríðar og Guðjóns.

Valskonur hafa 14 sinnum tekið þátt í Evrópukeppni, en Fram hefur oftast verið með, eða 17 sinnum. Fram hefur leikið 56 Evrópuleiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -