- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Haukar fyrstir í átta liða úrslit

Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Haukum með átta mörk. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Haukar urðu fyrstir til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í handknattleik er þeir lögðu Víkinga með fimm marka mun, 32:27, í Safamýri í kvöld. Leikurinn var mun jafnari en lokatölurnar gefa til kynna. Staðan var jöfn eftir fyrri hálfleik, 13:13.


Víkingar gáfu Haukum ekkert eftir í Safamýri í kvöld þótt talsverður munur eigi á heita á pappírunum góðu á liðunum tveimur. Átta mínútum fyrir leikslok var aðeins eins marks munur, 26:25, Haukum í dag. Á allra síðustu mínútum tókst Haukum að snúa leikmenn Víkings af sér og vinna með fimm marka mun.


Síðar í kvöld bætast þrjú til viðbótar í hóp þeirra sem komast í átta liða úrslit.


Mörk Víkings: Marinó Gauti Gunnlaugsson 8, Andri Berg Haraldsson 3, Guðjón Ágústsson 3, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Arnar Gauti Grettisson 1, Gunnar Valdimar Johnsen 1, Jón Hjálmarsson 1, Igor Mrsulja 1, Styrmir Sigurðarson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 10.
Mörk Hauka: Guðmundur Bragi Ástþórsson 8, Adam Haukur Baumruk 5, Andri Fannar Elísson 5, Stefán Rafn Sigurmannsson 5, Geir Guðmundsson 4, Andri Már Rúnarsson 2, Birkir Snær Steinsson 1, Össur Haraldsson 1, Heimir Óli Heimisson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 6, Matas Pranckevicus 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -