- Auglýsing -
- Auglýsing -

Skoruðu sex síðustu mörkin

Barys Pukhouski skorar hér eitt níu marka sinna fyrir Hvít-Rússa í leiknum við Norðmenn í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Noregur tyllti sér aftur á topp sjötta riðils undankeppni EM karla í handknattleik með sigri á Hvít-Rússum, 27:19, í Bekkestua í nágrenni Bærum í kvöld eftir átta marka tap í fyrri viðureign þjóðanna í undankeppninni á þriðjudaginn þegar leikið var í Minsk.

Eins á þriðjudaginn þá stilltu Norðmenn upp B-landsliðinu sínu að þessu sinni. Hvít-Rússar gerðu slíkt hið sama eftir að hafa látið A-liðið leika fyrri leikinn. Þessi tvö lið eru nokkuð örugg áfram í lokakeppnina sem fram fer eftir ár í Ungverjalandi og Slóvakíu. Ítalir og Lettar er ekki líklegir til þess að veita harða keppni. Ítalir standa þó skárr að vígi með tvö stig eftir tvo leiki eins og Hvít-Rússar. Norðmenn hafa fjögur stig að loknum þremur leikjum.

Aðeins munaði einu marki á liðunum í kvöld að loknum fyrri hálfleik, 11:10. Leiðir skildu þegar á leið síðari hálfleik og svo fór að Norðmenn skoruðu sex síðustu mörk leiksins eftir að Hvít-Rússum féll allur ketill í eld.

Sebastian Barthold var markahæstur í norska liðinu með níu mörk. Aksel Horgen var næstur með sjö og Thomas Boilesen var með sex mörk.
Barys Puksouski var atkvæðamestur hjá Hvít-Rússum með níu mörk. Yulyan Hiryk skoraði sex sinnum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -