- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Eyjapeyjarnir luku árinu með sigri í háspennuleik

Elliði Snær Viðarsson er að gera það gott með Gummersbach í Þýskalandi. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Íslendingaliðið Gummersbach vann HSV Hamburg í háspennuleik á heimavelli í kvöld í þýsku 1. deildinni í handknattleik, 31:30. Eyjapeyjarnir Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson lögðu lóð sín á vogarskálarnar í sigrinum í síðasta leik liðsins á árinu.


Elliði Snær skoraði fimm mörk og kom Gummersbach m.a. yfir, 29:28, þegar skammt var til leiksloka. Hann átti einnig tvær stoðsendingar og var einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur. Hákon Daði skoraði tvö mörk, annað úr vítakasti.

HSV var með boltann á lokasprettinum en tókst ekki að skora jöfnunarmarkið.


Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach sem er í níunda sæti með 18 stig eftir 18 leiki á sínu fyrsta ári sem þjálfari í efstu deild.

Stórsigur hjá Teiti Erni

Flensburg heldur fimmta sæti deildarinnar og er skammt á eftir toppliðunum. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg á heimavelli í kvöld í stórsigri á Wetzlar, 34:24.

Arnór Þór í sigurliði

Arnór Þór Gunnarsson skorað í tvígang í góðum sigri Bergischer HC á Hannover-Buergdorf, 32:30, á heimavelli Burgdorf í kvöld. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.

Annað tap í röð

Lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar urðu að sætta sig við annað tapið í röð í kvöld er þeir mættu í höfuðborgina til viðureignar við efsta lið deildarinnar, Füchse Berlin, 28:22. Viggó Kristjánsson skoraði þrjú mörk, þar af eitt úr vítakasti auk fjögurra stoðsendinga og eins brottreksturs.

Daninn Hans Lindberg slær ekki slöku við þótt hann sé kominn á fimmtudagsaldur. Hann skoraði 10 mörk fyrir Berlinarliðið sem hefur ákveðið að senda hann í aðra vist í vor.


HC Erlangen vann Stuttgart á heimavelli, 31:28. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.


Þar með er keppni lokið í 1. deild karla í Þýskalandi lokið á þessu ári. Þráðurinn verður tekinn upp 9. febrúar.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -