- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HM: Viggó Kristjánsson

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður og leikmaður Stuttgart. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Handbolti.is heldur áfram að kynna þá leikmenn sem keppa fyrir Íslands hönd á HM í handknattleik sem hefst í Egyptalandi 13. janúar. Flautað verður til fyrsta leiks Íslands á mótinu daginn eftir en þá mætir íslenska landsliðið Portúgölum.
Tuttugu leikmenn eru í landsliðshópnum sem fór til Egyptalands í morgun þótt aðeins megi tefla 16 leikmönnum fram í hverjum leik.

Næstur í röðinni er Viggó Kristjánsson. Hlekkur á fyrri kynningar er að finna neðst í þessari grein og svo verður þar til kynningum lýkur um það bil þegar flautað verður til leiks á HM í Egyptalandi.

Handbolti.is verður í Kaíró meðan HM stendur yfir og fylgist með keppninni eftir föngum og ströngustu sóttvörnum.

Viggó Kristjánsson

Viggó er 27 ára gamall Seltirningur og örvhent skytta sem lék sinn fyrsta A-landsleik 25. október 2019 gegn Svíum . Alls eru landsleikirnir orðnir 13 og mörkin í þeim 26.  Viggó er að fara á sitt fyrsta heimsmeistaramót en hann var með landsliðinu í fyrsta sinn á stórmóti á EM í Svíþjóð fyrir ári.

Viggó lék upp yngri flokka Gróttu og upp í meistaraflokk. Hann lagði um skeið megináherslu á knattspyrnu og lék m.a. með Breiðabliki í efstu deild sumarið 2013 og ÍR sumarið á undan í næst efstu deild. Viggó gekk á ný til liðs við Gróttu fyrir leiktíðina sumarið 2014. Eftir hana vatt hann  kvæði sínu í kross og lagði stund á handknattleik af krafti eftir það en hann æfði bæði handknattleik og knattspyrnu á unglingsárum.

Viggó lék stórt hlutverk í meistaraflokki Gróttu í handknattleik þegar liðið vann sig upp í Olís-deildina vorið 2015 og var næst markahæsti leikmaður Gróttu í deildinni keppnistímabilið 2015 til 16. Sumarið 2016 gekk Viggó til liðs við danska handknattleiksliðið Randers. Að lokinni eins árs dvöl á Jótlandi samdi Viggó við austurríska 1. deildarliðið West Wien sem þá var undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar, fyrrverandi landsliðsmanns. Hjá West Wien var Viggó í tvö keppnistímabil og var markahæsti leikmaður liðsins.

Viggó fluttist til Þýskalands  sumrið 2019 eftir að hafa samið við SC DHfK. Dvöl hans þar var stutt og í nóvember 2019 var hann seldur til Wetzlar.  Viggó gekk til liðs við Stuttgart í sumar og hefur blómstrað með liðinu. Hann er næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 105 mörk í 15 leikjum. Aðeins Bjarki Már Elísson hefur skoraði fleiri, 107 í 16 leikjum.

Fyrri kynningar: Ágúst Elí BjörgvinssonBjörgvin Páll GústavssonViktor Gísli HallgrímssonBjarki Már ElíssonÓlafur Andrés GuðmundssonElvar Örn JónssonJanus Daði SmárasonAlexander Petersson, Arnór Þór Gunnarsson.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -