Að undanskildum Spánverjum eiga Íslendingar og Frakkar flesta landsliðsþjálfara sem stýra liðum á heimsmeistaramótinu í handknattleik karla sem hefst í Póllandi 11. janúar. Af 32 landsliðum mótsins verða sex þeirra undir stjórn spænskra þjálfara. Þrír Frakkar og þrír Íslendingar koma þar á eftir. Þeir eru Alfreð Gíslason með þýska landsliðið, Aron Kristjánsson þjálfari landsliðs Barein og Guðmundur Þórður Guðmundsson með íslenska landsliðið.
Næst á eftir koma Danmörk, Svartfjallaland, Noregur og Portúgal. Tveir landsliðsþjálfara eru frá hverju landi.
Á HM 2021 í Egyptalandi voru fjórir íslenskir þjálfarar í kastljósunum. Auk Alfreðs og Guðmundar Þórðar, sem eru á sínum stað nú sem áður, var Dagur Sigurðsson með japanska landsliðið og Halldór Jóhann Sigfússon við stjórnvölin hjá landsliði Barein. Japanska landsliðið er ekki með á HM að þessu sinni.
Á HM 2019 voru þrír íslenskir þjálfarar með lið á mótinu. Guðmundur Þórður með íslenska landsliðið, Dagur með það japanska og Aron þjálfaði þá landslið Barein.
Landslið: | Nafn: | Þjóðerni: |
Egyptaland | Roberto Garcia Parrondo | Spánn |
Alsír | Rabah Gherbi | Alsír |
Barein | Aron Kristjánsson | Ísland |
Belgía | Yerime Sylla | Frakkland |
Brasilía | Marcus Olivera | Brasilía |
Chile | Aitor Etzaburu | Spánn |
Danmörk | Nikolaj Jacobsen | Danmörk |
Þýskaland | Alfreð Gíslason | Ísland |
Frakkland | Guillaume Gille | Frakkland |
Íran | Veselin Vujovic | Svartfjallaland |
Ísland | Guðmundur Þ. Guðmundsson | Ísland |
Grænhöfðaeyjar | Ljubomir Obradovic | Serbíu |
Katar | Valero Rivera | Spánn |
Króatía | Hrvoje Horvat | Króatía |
Marokkó | Noureddine Boudioui | Marokkó |
Svartfjallaland | Zoran Roganovic | Svartfjallaland |
Holland | Staffan Olsson | Svíþjóð |
N-Makedónía | Kiril Lazarov | N-Makedóníu |
Noregur | Jonas Wille | Noregur |
Pólland | Patryk Rombel | Pólland |
Portúgal | Paulo Pereira | Portúgal |
Sádi Arabía | Jan Pytlick | Danmörk |
Svíþjóð | Glenn Solberg | Noregur |
Serbía | Toni Gerona | Spánn |
Slóvenía | Uroz Zorman | Slóvenía |
Spánn | Jordi Ribera | Spánn |
Suður Kórea | Roland Freitas | Portúgal |
Túnis | Patrick Gazal | Frakkland |
Ungverjaland | Chema Rodriguez | Spánn |
Úrúgvæ | Nicholas Guerra | Úrúgvæ |
Bandaríkin | Robert Hedin | Svíþjóð |