- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már stóð upp úr og Ágúst Elí var næstur

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding og íslenska landsliðsins. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson var besti maður íslenska landsliðsins í gær í leiknum við Portúgal samkvæmt einkunnagjöf tölfræðisíðunnar HBStatz. Þegar litið er á heildareinkunnir leikmanna íslenska landsliðsins fékk Bjarki Már 8,1. Næstur á eftir er markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson með 7,5.

Elvar Örn Jónsson, sem var efstur eftir fyrri leikinn ytra á miðvikudaginn er þriðji með 7,4 og á eftir honum koma Ómar Ingi Magnússon með 6,9 og þeir Elliði Snær Viðarsson og Arnór Þór Gunnarsson með 6,6 hvor.


Ef aðeins er litið til sóknarleiksins þá náði Bjarki Már nær fullkomnum leik. Hann er með 9,8 í einkunn fyrir hann. Ómar Ingi Magnússon er annar með 8,3. Elvar Örn er þriðji með 7,4 og Arnór Þór þar á eftir með slétta sjö.


Við varnarleikinn skaraði Elvar Örn fram úr öðrum samkvæmt tölfræði HB Statz. Hann fékk 7,3 í einkunn. Ýmir Örn Gíslason og Elliði Snær eru næstir með 6,8. Arnór Þór er skammt á eftir með 6,6. Besti sóknarmaður íslenska liðsins, Bjarki Már, fékk aðeins 5,5 í einkunn fyrir frammistöðu sína í vörninni.


Þegar varnarleikurin er skoðaður má ekki gleyma markvörðunum. Ágúst Elí sem stóð lengst af í markinu og fékk 8,5 í markmannseinkunn en 7,5 í heildareinkunn eins og áður sagði en inn í þá einkunn er litið til fleiri þátta en eingöngu til varinna skota. Ágúst Elí var með 40,7% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið, 11 varin skot af 27, sem er afar gott.


Elvar Örn átti flestar stoðsendingar af íslensku leikmönnunum, alls fimm. Ómar Ingi og Viggó Kristjánsson voru næstir með þrjár hvor. Elliði Snær átti tvær stoðsendingar.


Tölfræði skýrslu HBStatz frá leik Íslands og Portúgal í gær er hægt að sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -