- Auglýsing -
Handknattleiksmaðurinn Ísak Gústafsson hefur framlengt samning sinn við Olísdeildarlið Selfoss til tveggja ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá handknattleikdeild Selfoss í dag.
Ísak er 17 ára örvhent skytta og er í hópi efnilegustu leikmanna Selfoss. Hann varð Íslandsmeistari með 3. flokki tímabilið 2017-2018 og lék sínar fyrstu mínútur með meistaraflokki tímabilið 2018-19 þegar Selfyssingar urðu Íslandsmeistarar. Ísak hefur leikið með öllum yngri landsliðum og mun leika en stærra hlutverk í meistaraflokki í náinni framtíð.
- Auglýsing -