- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ísland í öðrum flokki – dregið fyrir HM U21 árs

U20 ára landslið Íslands á EM í sumar sem leið. Framundan er HM 21 árs liða hjá hópnum í sumar. Mynd/Jónas Árnason
- Auglýsing -

Ísland er í öðrum styrkleika flokki þegar dregið verður í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handknattleik karla, 21 árs og yngri, sem fram fer í Þýskalandi og Grikklandi frá 20. júní til 2. júlí. Báðir gestgjafar mótsins eru í sama styrkleikaflokki og Íslendingar.

Alls taka 32 lið þátt í mótinu. Verða þau dregin í átta riðla með fjórum liðum í hverjum. Dregið verður þriðjudaginn 17. janúar.


Alþjóða handknattleikssambandið hefur skipt liðunum niður í fjóra styrkleikaflokka.

1. flokkur: Spánn, Portúgal, Egyptaland, Serbía, Svíþjóð, Ungverjaland, Alsír, Frakkland.
2. flokkur: Þýskaland, Danmörk, Slovenía, Brasilía, Færeyjar, Grikkland, Ísland, Pólland.
3. flokkur: Japan, Barein, Kúveit, Túnis, Argentína, Chile, Kúba, Króatía
4. flokkur: Ástralía, Angóla, Marokkó, Líbýa, Kosta Ríka, Sadi Arabía, Bandaríkin, sigurlið IHF-bikarsins sem fram fer 6. - 12. mars.

Íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt á mótinu með því að hafna í 11. sæti í á EM 20 ára landsliða sem haldið var í Porto í júlí á síðasta sumri.


Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson eru þjálfarar U21 árs landsliðs karla.

Eins og á HM U20 ára landsliðs kvenna í sumar þá fara sextán lið áfram í keppni um efstu sætin að riðlakeppninni lokinni. Lakari 16-liðin taka þátt í keppni um forsetabikarinn.


Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar U21 árs landsliða eftir að hafa staðið uppi sem sigurvegarar á HM 2019. HM 2021 sem átti að fara fram í Ungverjalandi sumarið 2021 var fellt niður vegna heimsfaraldurs.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -