- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Darri leikur undir stjórn Dinart hjá US Ivry

Didier Dinart ábúðarmikill á svip sem landsliðsþjálfari Frakka. Hann hefur verið ráðinn þjálfari karlandsliðs Svartfjallalands. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Didier Dinart hefur verið ráðinn þjálfari franska 1. deildarliðsins US Ivry sem Darri Aronsson leikur með. Dinart tekur við af Sébastien Quintallet sem var látinn taka pokann sinn á dögunum eftir að árangur liðsins hafði verið undir væntingum að mati stjórnenda félagsins. Ivry kom upp í deildina í vor eftir eins árs veru í næst efstu deild. Liðið er í 14. og þriðja neðsta sæti þegar deildarkeppnin er hálfnuð.

Varð óvænt landsliðsþjálfari

Dinart er einn þekkktast handknattleiksmaður Frakka á þessari öld. Hann var akkerið í varnarleik franska landsliðsins í hálfan annan áratug. Eftir að Dinart hætti að leika handknattleik leið ekki á löngu þar til hann var óvænt munstraður upp í starf landsliðsþjálfara þegar hinn sigursæli þjálfari Claude Onesta hætti mörgum að óvörum árið 2016.

Sagt upp eftir EM 2020

Dinart stýrði Frökkum til sigurs á HM á heimavelli 2017. Eftir það hallaði undan fæti og í kjölfar þess að franska landsliðið stóð ekki undir væntingum á HM 2020 var Dinart gert að axla sín skinn. Síðan hefur verið los á Dinart. Hann var í stuttan tíma framkvæmdastjóri Nice í 2. deild og um skamman tíma landsliðsþjálfari Sádi Arabíu.


Samningur Dinart við US Ivry er til þriggja og hálfs árs.
Góðar vonir standa til þess að Darri leiki með US Ivry þegar flautað verður til leiks í frönsku 1. deildinni í byrjun febrúar.

Darri var óheppinn að ristarbrotna í sumar og hefur síðan gengið á ýmsu við að ná bata. Sem stendur bendir ekkert til annars en Darri sé kominn á beinu brautina og leiki undir stjórn Dinart þegar líður á næsta mánuð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -