- Auglýsing -
- Bjarki Finnbogason handknattleiksmaður úr HK fór til Svíþjóðar í haust og hefur síðan leikið með HB78, venslaliði úrvalsdeildarliðsins IF Hallby. Nú hefur orðið sú breyting á að forráðamenn IF Hallby hafa kallað Bjarka yfir í sitt lið til æfinga eftir afbragsframmistöðu hans í leikjum með HB78 í 3. deildarkeppninni. Bjarki hefur skorað allt að 11 mörk í leikjum með liðinu. Bjarki æfir nú með IF Hallby og hver veit nema að hann fái tækifæri með liðinu þegar keppni hefst á ný í sænsku úrvalsdeildinni í næsta mánuði að loknu heimsmeistaramótinu.
- Karlalið Selfoss hefur verið við æfingar í Barcelona til undirbúnings fyrir átökin í Olísdeildinni sem hefst aftur um næstu mánaðarmót.
- Ole Gustav Gjekstad sem þjálfað hefur Vipers Kristiansand síðustu fimm ár tekur við þjálfun danska meistaraliðsins Odense Håndbold í sumar. Nokkuð er síðan að ljóst var að Gjekstad hætti með Vipers eftir tímabilið þrátt fyrir mikla sigurgöngu liðsins undir hans stjórn. M.a. hefur Vipers unnið Meistaradeildina tvö síðustu keppnistímabil auk þess að hreinsa upp öll verðlaun sem í boði eru heimavið í Noregi. Gjekstad var áður sigursæll með Larvik á hluta blómaskeiðs þess félags í norskum og evrópskum handknattleik kvenna.
- Daninn Ulrik Kirkely sem nú þjálfar Odense skrifaði fyrir nokkru undir samning við ungverska meistaraliðið Györ.
- Allt rennur þetta stoðum undir vangaveltur þess efnis að Spánverjinn Ambros Martín, sem hættir með Györ í vor, verði næsti þjálfari Evrópumeistara Vipers Kristiansand.
- Auglýsing -