Enn einu sinni slógu íslenskir áhorfendur í gegn á stórmóti í handknattleik. Þeir voru hreint út sagt magnaðir í Kristianstad Arena í kvöld. Talið er að þeir hafi verið hátt í 2.000 og óhætt að segja að íslenska landsliðið hafi nánast verið eins og á heimavelli þótt á Skáni væru.
Áhorfendur sungu lofsönginn, Ó, Guð vors lands, við raust fyrir leikinn. Þeir drógu svo sannarlega heldur ekki af sér þegar leikurinn hófst við að hvetja landsliðið til dáða. Eftir að flautað var til leiksloka héldu þeir áfram og þökkuðu fyrir sig með því að syngja texta Jóns Sigurðssonar, Ég er kominn heim, við lag ungverska tónskáldsins Emmerich Kálmán meðan leikmenn íslenska landsliðsins þökkuðu kærlega fyrir sig.
Svona verða allir leikir hjá íslenska landsliðinu sagði einn sem deildi eftirfarandi myndskeiði á Twitter síðu sinni í kvöld.
SOUND ON 🔊 🇮🇸
— (Un)informed Handball Hour (@HandballHour) January 12, 2023
Iceland are in town and every game will be like a home game for these boys, amazing fans! 💙 #POLSWE2023 pic.twitter.com/I7FqqEJqf7
D-riðill (Kristianstad) 14. janúar: Portúgal – Suður Kórea, kl. 17. Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30. 16. janúar: Suður Kórea – Ísland, kl. 17. Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.