- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

HSÍ fékk 54,7 milljónir vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson fagna marki í leiknum við Portúgal í gær. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Mennta- og barnamálaráðherra hefur úthlutað 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um er að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi. Um leið er þetta eina úthlutunin hins opinbera til sérsambanda ÍSÍ fyrir utan úrræði Vinnumálastofnunar.

Kostnaðarauki um 95 miljónir

Alls féllu um 54,7 milljónir króna í hlut Handknattleikssambands Íslands af milljónunum 450 vegna tekjutaps og kostnaðarauka vegna tímabilsins frá vormánuðum 2020 fram til febrúar 2022. Kostnaðarauki vegna veirunnar á þessu tímabili er ekki undir 95 milljónum króna að sögn Róberts Geirs Gíslasonar, framkvæmdastjóra HSÍ.

Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

„Þessi stuðningur rennur upp í hluta þess viðbótarkostnaðar sem féll á sambandið vegna covid sem meðal annars sökum sóttvarna, aukins hótel kostnaðar, útgjalda vegna PCR-prófa, hærri lækniskostnaðar og útgjöldum við að halda fólki í einangrun og fleiru því tengdu. Einnig vorum við tilneyddir til þess að gjörbreyta ferðaáætlunum margoft vegna faraldursins. Þess utan þá lentum við mjög illa í því á EM fyrir ári eins og margir muna,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ.


„Kostnaður okkar hljóðaði upp á ríflega 95 milljónir króna samkvæmt þeim bókhaldsgögnum sem við lögðum fram með umsókn okkar sem fór í gegnum ÍSÍ,“ sagði Róbert Geir og bætti við að því bæri að fagna að komið hafi verið til móts við HSÍ og önnur sérsambönd vegna þessa mikla kostnaðarauka sem faraldrinum fylgdi.

Hjálpar okkur verulega

„Þessu framlagi ber að fagna. Það hjálpar okkur verulega í daglegum rekstri sem hefur verið erfiður vegna covid. Auk aukinni útgjalda þá urðum við einnig fyrir miklu tekjutapi vegna þess að við þurftum að leika heimaleiki okkar í undankeppni stórmóta fyrir luktum dyrum,“ sagði Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ í samtali við handbolta.is.

Dreifing styrkja eftir umsóknaraðilum.

D-riðill (Kristianstad)
14. janúar:
Portúgal – Suður Kórea, kl. 17.
Ísland – Ungverjaland, kl. 19.30.
16. janúar:
Suður Kórea – Ísland, kl. 17.
Portúgal – Ungverjaland, kl. 19.30.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -