- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimamenn byrjuðu keppnina á sigri

Egyptinn Yehia Elderaa t.h. fagnar einu af mörkum sínum í leiknum gegn Chile í kvöld. Elderaa var valinn maður upphafsleiks HM að þessu sinni. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Egypska landsliðið vann upphafsleik heimsmeistaramótsins á heimavelli í kvöld eins og við var að búast enda ekki talið sennilegt að andstæðingurinn, landslið Chile, legði stein í götu Egypta.

Sigur Egypta var aldrei í hættu og þegar upp var staðið munaði sex mörkum á liðunum, 35:29. Egyptar voru sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11.
Um tíma leit úr fyrir að munurinn yrði meiri á liðunum þegar upp var staðið. Leikmenn Chile voru ekki á þeim buxunum að gefast upp. Þeir náðu að klóra í bakkann og minnka muninn í fimm mörk, 30:25, þegar innan við tíu mínútur voru til leiksloka. Nær komust þeir ekki þrátt fyrir talsverðan vilja.

Landslið þeirrar þjóðar sem er gestgjafi heimsmeistaramóts hefur ekki tapað upphafsleik á HM síðan Japan tapaði fyrir Íslandi, 24:20, í Kumamoto 1997 þegar Patrekur Jóhannesson var markahæstur með níu mörk og Valdimar Grímsson var næstur með sjö mörk.


Egypska landsliðið verður vart metið af þessum leik en þeir hafa verið nefndir sem keppinautur um sæti í undanúrslitum mótsins. Of snemmt er svo sannarlega að segja hvort heimamenn verði svo framarlega.


Yehia Elderraa var markahæstur hjá Egyptum með sex mörk og Akram Yousri var næstur með fimm mörk.
Eins og stundum áður voru Esteban Salinas og Erwin Feuchtmann atkvæðamestir hjá landsliði Chile. Salinas skoraði í átta skipti og Feuchtmann sjö sinnum.


Ekki verða fleiri leikir á mótinu í kvöld. Keppni verður framhaldið á morgun. Þá mætast:
14.30 Hvíta-Rússland – Rússland – H-riðill
17.00 Alsír – Marokkó – F-riðill
17.00 Austurríki – Sviss – E-riðill
17.00 Slóvenía – Suður-Kórea – H-riðill
19.30 Ísland – Portúgal – F-riðill
19.30 Noregur – Frakkland – E-riðill
19.30 Svíþjóð – Norður-Makedónía – G-riðill

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -