- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Héðan og þaðan: Sterbik leggur skóna á hilluna

Arpad Šterbik veiktist alvarlega í gærmorgun. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Einn fremsti handknattleiksmarkvörður sögunnar, Arpad Sterbik, lagði keppnisskóna á hilluna í sumar, 41 árs gamall. Sterbik verður þó áfram viðloðandi handboltann því hann er nú markvarðaþjálfari ungverska liðsins Veszprém sem hann lék m.a. með tvö síðustu ár ferilsins milli stanganna.
  • Handknattleikssambönd Frakklands og Sviss hafa ákveðið að sækja um að vera sameiginlegir gestgjafar EM2026 í karlaflokki.  Svissneska handknattleikssambandið heldur EM 2024 í kvennaflokki ásamt Austurríki og Ungverjalandi. Handknattleikssamband Sviss sér mikinn akk í að fá lokamót EM á næstu árum með það að markmiði að auka áhuga fyrir íþróttinni í landinu og efla um leið landslið sín í karla- og kvennaflokki. 
Jan Pytlick er þjálfar nú lið SönderjyskE sem Sveinn Jóhannsson leikur með. Mynd/EPA
  • Jan Pytlick, fyrrverandi þjálfari danska kvennalandsliðsins, tók í sumar við þjálfun karlaliðs SönderjyskE en með liðinu leikur m.a. Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður.  SönderjyskE fór frábærlega af stað þegar danska úrvalsdeildin byrjaði í vikunni og vann Skjern með tíu marka mun, 33:23.
  • Króatíska stórskyttan Luka Stepančić skrifaði í vor undir nýjan þriggja ára samning við Pick Szeged og verður þar með áfram samherji Stefáns Rafns Sigurmannssonar hjá ungverska stórliðinu.
  • Svíinn þrautreyndi, Jonas Larholm, verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Ribe-Esbjerg í vetur en með liðinu leika þrír Íslendingar, Daníel Þór Ingason, Gunnar Steinn Jónsson og Rúnar Kárason.
Dagur Sigurðsson heldur áfram uppbyggingu sinni í Japan. Mynd/EPA
  • Dagur Sigurðsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleikssamband Japans um þjálfun karlalandsliðsins fram til ársins 2024. Dagur tók við japanska landsliðinu snemma árs 2017 eftir að hafa stýrt þýska landsliðinu með afbragðsgóðum árangri um árabil en á þeim tíma varð það m.a. Evrópumeistari 2016 og vann bronsverðlaun á Ólympíuleikunum síðar sama ár.
  • Þegar Niklas Landin var kjörinn handknattleiksmaður ársins 2019 af Alþjóða handknattleikssambandinu í sumar var hann fyrsti markvörðurinn til þess að hljóta nafnbótina í 11 ár eða frá því að Pólverjinn Slavomir Szaml varð fyrir valinu.
Stina Bredal Oftedal er ein allra fremsta handknattleikskona heims. Mynd/EPA
  • Stine Bredal Oftedal, fyrirliði norska kvennalandsliðsins og leikmaður Györi í Ungverjalandi var valin handknattleikskona ársins 2019 af Alþjóða handknattleikssambandinu. Oftedal, sem er 28 ára gömul, á að baki 181 landsleik sem hún hefur skoraði í 492 mörk.
  • Nikolaj Jacobsen, þjálfari danska karlalandsliðsins, og Emmanuel Mayonnade, þjálfari hollenska kvennalandsliðsins, voru efstir í vali á þjálfurum ársins 2019. Báðir stýrðu þeir landsliðum sínum til sigurs á HM á árinu. Mayonnade, sem þjálfað hefur franska liðið Metz með afar góðum árangri síðustu fimm ár tók við hollenska landsliðinu snemma árs 2019 samhliða starfi sínu hjá Metz.
  • Spánverjinn Toni Gerona var í sumar ráðinn þjálfari karlalandsliðs Serbíu í handknattleik. Gerona hafði þá stýrt landsliði Túnis um skeið. Sami Saidi hefur tekið við þjálfun karlalandsliðsins Túnis í stað Gerona.  Saidi var síðast þjálfari hjá Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þar á undan þjálfaði hann Étoile Sportive du Sahel í Túns sem vann Afríkukeppni meistaraliða vorið 2019 með Saidi við stjórnvölin.
  • Saidi mun hafa í mörg horn að líta á næstunni því auk þátttöku í HM í Egyptalandi í janúar stendur fyrir dyrum þátttaka í forkeppni Ólympíuleikanna hjá Túnisbúum. Þeir eru í riðli með Frakklandi, Króatíu og Portúgal.
  • Deildarkeppninni í Katar var frestað í í byrjun vors vegna kórónuveirunnar. Þráðurinn verður tekinn upp 10. september og þá stendur til að ljúka keppnistímabilinu 2019/2020. Gangi allt að óskum verða nýir meistarar krýndir 4. október. Þá hefst undirbúningur fyrir næsta keppnistímabil sem ráðgert er að flautað verði til leiks í byrjun nóvember. 
Landslið Katar hefur verið sigursælt á undanförnum árum. Það verður með á HM2021. Mynd/EPA
  • Katarbúar ætla að standa fyrir fjögurra liða móti áður en heimsmeistaramótið hefst í Egyptalandi í janúar. Til stendur að halda mót í Doha frá 25. til 29. desember þar sem þátt taka auk heimamanna Evrópumeistara Spánar, Túnisbúar auk mið- og suður-Ameríkumeistara  Argentínu. Landslið þessara þjóða taka öll þátt í HM í Egyptalandi sem hefst 13. janúar 2021. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -