Halldór Stefán Haraldsson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Volda hættir þjálfun liðsins þegar keppnistímabilinu í vor. Frá þessu er sagt í sameiginlegri yfirlýsingu Halldórs Stefáns og félagsins á heimasíðu Volda.
Í vor verða sjö ár liðin síðan Halldór Stefán tók við liðinu og síðan hefur verið mikill uppgangur sem kórónaður var síðasta vor þegar Volda tryggði sér sæti í úrvalsdeild kvenna og varð fyrsta liðið frá Suður-Mæri sem nær svo langt í kvennahandknattleik í Noregi.
Halldór Stefán segir á heimasíðunni að ákvörðin sé tekin af yfirvegun. Samningur hans við Volda rennur út í vor. Eftir sjö ár hjá félaginu sé kominn tími til að takast á við nýja áskoranir. „Það sem upphaflega átti að vera tveggja ára dvöl er nú að verða að sjö árum,“ segir Halldór Stefán Haraldsson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Volda.