- Auglýsing -
- Elvar Ásgeirsson stimplaði sig inn á heimsmeistaramótið í handknattleik í fyrrakvöld þegar hann var í fyrsta sinn leikmannahópnum á mótinu þegar leikið var við Suður Kóreu. Elvar var þar með 152. handknattleiksmaðurinn til þess að klæðast íslenska landsliðsbúningnum í leik á HM. Hann skoraði eitt mark í leiknum og varð þar með 118. leikmaðurinn til þess að skora mark fyrir Ísland á HM í 135 leikjum.
- Ólafur Andrés Guðmundsson fékk högg á vinstra lærið á æfingu í íslenska landsliðsins í Gautaborg í gær. Óvíst er um þátttöku hans í leiknum við Grænhöfðaeyjar í fyrstu umferð milliriðlakeppninnar í dag af þessum sökum. Leikurinn hefst klukkan 17.
- Niklas Landin, markvörður danska landsliðsins, lék sinn 250. landsleik fyrir Danmörku í gærkvöld þegar Danir unnu Túnisbúa í lokaumferð riðlakeppni HM. Aðeins tveir leikmenn landsliðsins hafa leikið fleiri en 250 landsleikir, Lars Christiansen og Hans Lindberg. Sá síðarnefndi er enn að.
- Leikmönnum danska landsliðsins var létt í gærkvöld þegar í ljós kom að allir fengu þeir neikvæða niðurstöðu úr covidprófi sem þeir gengust undir. Covid skaut þeim skelk i bringu í aðdraganda HM og tveir leikmenn fengu jákvæða niðurstöðu nokkrum dögum fyrir keppni en var síðan sleppt eftir að í ljós kom að um gamalt smit var að ræða.
- Franska landsliðskonan Estelle Nze Minko hefur skrifað undir nýjan samning við ungverska meistaraliðið Györ sem gildir til ársins 2024. Hún hefur verið hjá félaginu í fjögur ár.
- Auglýsing -