- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óárennilegir Svíar rótburstuðu Ungverja

Hampus Wanne fagnar einu af níu mörkum sínum fyrir sænska landsliðið á móti Ungverjum í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sænska landsliðið var ekki árennilegt í kvöld þegar það mætti ungverska landsliðinu og hreinlega rótburstaði það í Scandinavium Arena í Gautaborg, 37:28, eftir að ungverska liðið skoraði síðasta mark leiksins. Svíar voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 18:14.


Svíar verða næstu andstæðingar Íslendinga á mótinu. Ef draga á ályktanir af leik Svía í kvöld verður íslenska landsliðið að leika sinn allra besta leik á föstudagskvöldið til þess að standa sænska landsliðinu á sporði.

Andreas Palicka, markvörður sænska landsliðsins, gerði Ungverjum lífið leitt í kvöld. Mynd/EPA


Ungverjar áttu sér ekki viðreisnar von í kvöld, ekki síst eftir að kom fram í síðari hálfleikinn. Ekki stóð steinn yfir steini. Alveg sama hvað þjálfari þeirra messaði yfir mannskapnum. Allt kom fyrir ekki. Sænska hraðlestin keyrði fulla ferð allt til loka.

Sóknarleikurinn var frábær og varnarleikurinn skotheldur með Andreas Palicka í banastuði í markinu. Hann var með 35% markvörslu þegar leikurinn var gerður upp. Ekki síst varði hann mörg skot úr opnum færum og náði þar með að draga mikið bit úr ungverska liðinu.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

Mörk Svíþjóðar: Hampus Wanne 9, Eric Johansson 6, Albin Lagergren 6, Felix Claar 5, Jim Gottfridsson 3, Niclas Ekberg 3, Oscar Bergendahl 2, Jonathan Carlsbogard 1, Lukas Sandell 1, Max Darj 1.
Mörk Ungverjalands: Miklos Rosta 7, Bendeguz Boka 5, Richard Bodo 3, Bence Banhidi 3, Gabor Ancsin 3, Mate Lekai 2, Egon Hanusz 2, Zoran Ilic 1, Szabolcs Szollosi 1, Zoltan Szita 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -