- Auglýsing -
Alls hefur íslenska landsliðið leikið 127 landsleiki í lokakeppni HM frá því að það tók fyrst þátt á HM 1958 í Austur-Þýskalandi. Í leikjunum 127 hefur liðið skorað 3133 mörk en fengið á sig 3066 mörk. Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 3.000 HM-markið gegn Barein 14. janúar 2019 í leik sem Ísland vann með 18 marka mun, 36:18.
Samtals hafa 108 handknattleiksmenn skoraði mörkin 3.133. Guðjón Valur Sigurðsson er lang markahæstur með 294 mörk í 57 leikjum. Hann er jafnframt næst markahæsti handknattleiksmaður í sögu HM. Er skammt á eftir Kiril Lazarov frá Norður-Makedóníu sem er mættur á sitt síðasta stórmót sem leikmaður.
Ólafur Stefánsson er næstur og þar á eftir er Alexander Petersson. Hann er sá eini sem er í landsliðinu í dag sem hefur rofið 100 marka múrinn. Af þeim sem eru í landsliðinu um þessar mundir er Arnór Þór Gunnarsson næstur í 100 mörkin. Hann vantar 25 mörk til þess.
Arnór Þór var markakóngur Íslands á HM 2019 með 37 mörk í sex leikjum. Hann varð samt af tveimur síðustu leikjum Íslands á mótinu vegna meiðsla.
Hér listinn listi yfir þá sem hafa skorað 30 mörk eða meira fyrir Ísland á HM frá upphafi. Nöfn þeirra sem eru í landsliðinu á HM að þessu sinni er með dekkra letri.
Guðjón Valur Sigurðsson 294
Ólafur Stefánsson 227
Alexander Petersson 144
Patrekur Jóhannesson 121
Snorri Steinn Guðjónsson 112
Valdimar Grímsson 95
Aron Pálmarsson 88
Geir Sveinsson 87
Arnór Þór Gunnarsson 75
Róbert Gunnarsson 70
Kristján Arason 66
Dagur Sigurðsson 60
Bjarki Sigurðsson 54
Julian Róbert Duranona 54
Logi Geirsson 52
Þórir Ólafsson 52
Júlíus Jónasson 51
Sigurður Valur Sveinsson 51
Arnór Atlason 50
Einar Örn Jónsson 50
Gústaf Bjarnason 50
Ásgeir Örn Hallgrímsson 44
Gunnlaugur Hjálmarsson 44
Bjarki Már Elísson 41
Vignir Svavarsson 38
Alfreð Gíslason 37
Ólafur Andrés Guðmundsson 36
Ragnar Jónsson 34
Róbert Sighvatsson 34
Axel Axelsson 32
Markús M. Michaelsson 32
Geir Hallsteinsson 31
- Auglýsing -