Lesendur handbolti.is völdu Óðinn Þór Ríkharðsson mann leiksins í íslenska landsliðinu í sigurleiknum á Grænhöfðaeyjum, 40:30, í fyrstu umferð millriðlakeppni heimsmeistaramótsins í handknattleik í Gautaborg í gær. Óðinn Þór var einnig valinn maður leiksins af lesendum eftir viðureignina við Suður Kóreu á mánudaginn.
Mjórra var á mununum í gær en þar áður. Óðinn Þór fékk 27,3% atkvæði þeirra sem völdu mann leiksins í gærkvöld. Elliði Snær Viðarsson og Ómar Ingi Magnússon voru jafnir í öðru sæti með 21,8%. Þar á eftir komu Janus Daði Smárason, Sigvaldi Björn Guðjónsson og Viggó Kristjánsson. Alls hluti 10 leikmenn atkvæði hjá lesendum.
Næsti leikur íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni HM verður á móti Svíum annað kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30. Úrslit leiksins geta haft mikil áhrifa á það hvort íslenska landsliðið kemst í átta liða úrslit HM eða ekki. Sex lið af þeim liðum sem komast í átta liða úrslit eru örugg um sæti í forkeppni Ólympíuleikanna 2024.
Næstu leikir í milliriðli 2: 20. janúar: Brasilía – Ungverjaland, kl. 14.30. Grænhöfðaeyjar – Portúgal, kl. 17. Ísland – Svíþjóð, kl. 19.30. 22. janúar: Grænhöfðaeyjar – Ungverjaland, kl. 14.30. Brasilía – Ísland, kl. 17. Svíþjóð – Portúgal, kl. 19.30.
HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan