Víkingur tyllti sér í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með átta marka sigri á ungmennaliði Vals, 34:26, í Safamýri í kvöld. Víkingar hafa þar með 15 stig eftir 11 leiki og eru fjórum stigum á eftir HK sem á leik til góða. Ungmennalið Vals hefur einnig 15 stig og ungmenni Framara er þar á eftir.
Ungmennlið Vals hefur reynst mörgum liðum Grill 66-deildarinnar skeinuhætt á tímabilinu. Víkingar komu í leikinn af fullum þunga. Þeir voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15. Þeir bættu í forskotið í síðari hálfleik og unnu sannfærandi sigur.
Mörk Víkings: Brynjar Jökull Guðmundsson 7, Agnar Ingi Rúnarsson 6, Igor Mrsulja 5, Gunnar Valdimar Johnsen 4, Styrmir Sigurðarson 4, Marinó Gauti Gunnlaugsson 3, Jón Hjálmarsson 1, Halldór Ingi Óskarsson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Arnar Gauti Grettisson 1, Guðjón Ágústsson 1.
Varin skot: Hlynur Freyr Ómarsson 13.
Mörk Vals U.: Áki Hlynur Andrason 10, Þorgeir Arnarsson 4, Viktor Andri Jónsson 3, Knútur Gauti Kruger 3, Erlendur Guðmundsson 2, Tómas Sigurðarson 2, Loftur Ásmundsson 1, Jóhannes Jóhannesson 1.
Varin skot: Stefán Pétursson 12.
Staðan í Grill 66-deildunum og næstu leikir.