- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kátína í Dalhúsum

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjölnir/Fylkir gerði sér lítið fyrir og vann Víking með eins marks mun, 27:26, í Grill 66-deild kvenna í handknattleik í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Dalhúsum í Grafarvogi. Fjölnir/Fylkir var marki undir í hálfleik, 14:13.


Síðari hálfleikur var jafn og æsilega spennandi þar sem vart mátti á milli liðanna sjá allt þangað til í lokin. Fjórum mínútum fyrir leikslok skoraði Guðrún Erla Bjarnadóttir 27. mark Fjölnis/Fylkis og kom liðinu þar með fjórum mörkum yfir, 27:23.

Víkingar sáu þá að við svo búið mátti ekki sitja. Þeir sneru vörn upp í sókn á lokakaflanum og tókst að skora þrjú síðustu mörkin. Það dugði ekki og leikmenn Fjölnis/Fylkis fögnuðu sínum þriðja sigurleik á keppnistímabilinu.


Mörk Fjölnis/Fylkis: Guðrún Erla Bjarnadóttir 9, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 5, Elsa Karen Sæmundsen 4, Hanna Hrund Sigurðardóttir 3, Kristjana Marta Marteinsdóttir 2, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 1, Hildur María Leifsdóttir 1, Telma Sól Bogadóttir 1, Azra Cosic 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 17.
Mörk Víkings: Ída Bjarklind Magnúsdóttir 7, Hafdís Shizuka Iura 5, Arna Þyrí Ólafsdóttir 3, Mattý Rós Birgisdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Díana Ágústsdóttir 1, Áróra Eir Pálsdóttir 1, Elísabet Ósk Ingvarsdóttir 1.
Varin skot: Emelía Dögg Sigmarsdóttir 12.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -