- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ungverjar mæta Dönum – Þjóðverjar töpuðu

Daninn Mikkel Hansen sækir að vörn Egypta í Malmö í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Danmerkur unnu afar öruggan sigur á Egyptum í Malmö í kvöld, 30:25, og höfnuðu þar með í efsta sæti fjórða milliriðils. Danska landsliðið mætir þar með Ungverjum í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Stokkhólmi á miðvikudaginn. Milliriðlakeppni HM lauk í kvöld.


Norðmenn gerðu sér lítið fyrir og urðu fyrstir til þess að leggja lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu í milliriðli þrjú, 28:26, í Katowice. Noregur varð þar með í efsta sæti riðilsins og leikur við Spán í átta liða úrslitum í Gdansk á miðvikudaginn.


Grannþjóðirnar Frakkar og Þjóðverjar mætast í átta liða úrslitum. Í fjórðu viðureign átta liða úrslita eigast við Svíar og Egyptar. Sigurliðin í átta liða úrslitum leika í undanúrslitum á föstudaginn, annarsvegar í Stokkhólmi og hinsvegar í Gdansk í Póllandi.

Niklas Landin og félagar í danska landsliðinu fengu mikinn stuðning í Malmö í kvöld. Mynd/EPA


Eins og áður segir var sigur Dana á Egyptum afar öruggur. Frábær fyrri hálfleikur skilaði danska liðinu fimm marka forskoti í hálfleik 17:12. Egyptum tókst ekki að snúa við taflinu í síðari hálfleik og ná fram öðrum eins háspennuleik og er liðin mættust í átta liða úrslitum á HM fyrir tveimur árum. Þetta var fyrsta tap Egypta á HM að þessu sinni.


Danmörk – Egyptaland 30:25 (17:12).
Mörk Danmerkur: Mathias Gidsel 8, Simon Pytlick 8, Mikkel Hansen 6, Magnus Saugstrup Jensen 4, Emil Jakobsen 2, Niclas Vest Kirkeløkke 1, Johan á Plógv Hansen 1.
Mörk Egyptalands: Mohab Abdelhak 6, Mohammad Sanad 4, Yehia Elderaa 4, Hassan Kaddah 3, Ali Mohamed 3, Seif Elderaa 3, Mohsen Mahmoud 2.

Noregur – Þýskaland 28:26 (18:16).
Mörk Noregs: Gøran Johannessen 5, Sander Sagosen 3, Kristian Bjørnsen 3, Sander Overjordet 3, Harald Reinkind 3, Christian O`Sullivan 3, Sebastian Barthold 2, Petter Øverby 2, Magnus Gullerud 2, Kevin Maagero Gulliksen 1, Magnus Abelvik Rød 1.
Mörk Þýskalands: Juri Knorr 8, Rune Dahmke 4, Johannes Golla 3, Jannik Kohlbacher 3, Patrick Groetzki 2, Luca Witzke 2, Djibril Mbengue 1, Julian Koster 1, Kai Häfner 1, Christoph Steinert 1.

HM 2023 – Milliriðlar, leikjadagskrá, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -