- Auglýsing -
- Auglýsing -

Svíar slá met í kvöld þrátt fyrir hátt miðaverð

Sænska landsliðið nýtur mikillar hylli í heimalandinu um leið og ríkar vonir eru gerðar til þess á HM. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Áhorfendamet verið slegið á heimaleik sænska landsliðsins í handknattleik karla í kvöld þegar liðið leikur við Egypta í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í Tele2 Arena í Stokkhólmi. Reiknað er með að 17.000 áhorfendur verði viðstaddir. Fyrra met var sett þegar Svíar léku til úrslita við Þjóðverja á EM 2002 í Globen. Þá greiddu 14.300 áhorfendur aðgang.


Alls höfðu verið seldir ríflega 15 þúsund aðgöngumiðar í gærkvöld á viðureign Svía og Egypta. Reiknað er með að aðgöngumiðarnir renni út í dag þrátt fyrir að verðið á þeim sé nokkuð hátt en það hefur sætt talsverðri gagnrýni.


Uppselt er á úrslitaleikina tvo á sunnudaginn sem einnig fara fram í Tele2 Arena í Stokkhólmi. Seldir hafa verið 22 þúsund aðgöngumiðar. Segja má að sannkallað handboltaæði sé runnið á Svía sem gera sér góðar vonir um að leika til úrslita, í það minnsta til verðlauna.


Einnig er mikil aðsókn í miða á undanúrslitaleikinn sem fram fer á föstudaginn. Búist er við að salan taki hressilegan kipp í kvöld ef sænska landsliðinu tekst að tryggja sér sæti í undanúrslitum með sigri á Egyptum því víst að sænska landsliðið mun leika í Stokkhólmi í undanúrslitum. Hin viðureign undanúrslita fer fram í Gdansk á föstudagskvöld og verður sigurliðið úr viðureign Dana og Ungverja í kvöld að fara til Póllands í undanúrslitaum.

Hefur skipulagið verið gagnrýnt. Svipað var upp á teningnum á HM 2019 þegar danska landsliðið fór til Hamborgar frá Herning á Jótlandi til þess að leika undanúrslitin á föstudegi og fara síðan aftur yfir til Herning og leika úrslitaleikinn á sunnudegi.

Danir og Þjóverjar voru gestgjafar HM 2019 en að þessu sinni halda Svíar og Pólverjar mótið.

Leikir átta liða úrslit í kvöld:
Gdansk.
Noregur – Spánn, kl. 17 – sýndur á RÚV.
Frakkland – Þýskaland, kl. 19.30 – sýndur á RÚV2.
Stokkhólmur.
Danmörk – Ungverjaland, kl. 17 – sýndur á RÚV2.
Svíþjóð – Egyptaland, kl. 19.30 – sýndur á RÚV.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -