- Auglýsing -
- Auglýsing -

Heimsmeistarar Dana halda áfram að skrifa söguna

Leikmenn danska landsliðsins fagna sæti í undanúrslitum eftir 26. leikinn í röð án taps á HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Danska landsliðið í handknattleik karla skrifaði sig á spjöld sögunnar í kvöld þegar það vann Ungverja. Ekki aðeins var 17 marka sigurinn á Ungverjum í átta liða úrslitum sá stærsti sem nokkurt lið hefur unnið á þessu stigi keppninnar heldur var þetta 26. leikur Dana í röð án taps á heimsmeistaramóti sem segja má að sé heimsmet.

Danska landsliðið fór þar með upp fyrir franska landsliðið sem lék 25 leiki röð án taps á HM frá 2015 til 2019 áður en það tapaði fyrir Króatíu í síðasta leik milliriðlakeppninnar í Köln 23. janúar 2019.


Nikolaj Jacobsen, sem stýrði Dönum í fyrsta inn í leik á HM 2019 á heimavelli, hefur ekki ennþá tapað leik. Magnaður árangur hjá þessum snjalla þjálfara sem hafði aldrei verið þjálfari landsliðs þegar hann tók við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni eftir HM 2017.

Hér fyrir neðan flestir leikir landsliða án taps í sögu HM.
Danmörk: 26 leikir (2019-?).
Frakkaland: 25 leikir (2015-2019).
Rússland: 19 leikir (1995-1999).
Svíþjóð: 19 leikir (1999-2003).
Danmörk: 18 leikir (2011-2013).
Frakkaland: 15 leikir (2009-2013).
Rúmenía: 14 leikir (1961-1967).
Króatía: 14 leikir (2003-2005).
Svíþjóð: 13 leikir (1954-1961).
Þýskaland: 13 leikir (2007-2009).
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -