- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnir tyllti sér aftur á toppinn

Mynd/Fjölnir - Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnismenn gefa toppsæti Grill 66-deild karla í handknattleik ekki eftir enda voru þeir búnir að sitja í efsta sæti deildarinnar þegar leikir kvöldsins hófust. Þeir unnu ungmennalið Fram í Safamýri í kvöld, 31:27, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17:15.


Þar sem HK og Víkingur léku klukkustund áður en Fjölnismenn þá notuðu tvö fyrrgreindu liðin tækifærið og fóru upp fyrir Fjölni með því að vinna sína leiki, sem fyrr hefur verið sagt frá hér á handbolti.is í kvöld. HK og Víkingur eru hvort um sig með sex stig.

Fjölnir er eina taplausa lið deildarinnar eftir fjórar umferðir með sjö stig, þrjá sigra og eitt jafntefli þegar fjórir leikir eru að baki.

Mörk Fram U: Marteinn Sverri Ingibjargarson 5, Stefán Orri Arnalds 4, Róbert Árni Guðmundsson 4, Þorvaldur Tryggvason 3, Aron Fannar Sindrason 3, Arnór Róbertsson 3, Aron Örn Heimisson 2, Tómas Bragi Gunnarsson 1, Hrannar Máni Eyjólfsson 1, Halldór Sigurðsson 1.

Mörk Fjölnis: Brynjar Óli Kristjánsson 10, Elvar Otri Hjálmarsson 8, Óðinn Freyr Heiðmarsson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 4, Viktor Berg Grétarsson 2, Elvar Þór Ólafsson 1, Jón Bald Freysson 1, Alex Máni Oddnýjarson 1.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -