- Auglýsing -
- Auglýsing -

Grótta skaust upp í annað sæti

Þóra María Sigurjónsdóttir t.v. og Ída Margrét Stefánsdóttir leikmenn Gróttu fagna. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Grótta skaust upp í annað sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik, a.m.k.um stundarsakir þegar liðið vann Fjölni/Fylki, 32:28, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Grótta hefur þar með 14 stig eftir 10 leiki og er stigi fyrr ofan Aftureldingu sem hefur leikið tveimur leikjum færra. Afturelding sækir topplið ÍR heim í Skógarsel í síðari í kvöld.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.


Fjölnir/Fylkir var með tveggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 15:13. Grótta hafði snúið taflinu við og náð yfirhöndina eftir um fimm mínútur í síðari hálfleik. Það sem eftir lifði leiksins gáfu leikmenn Gróttu ekki þumlung eftir og unnu sannfærandi sigur.


Greinilegt að mikill styrkur er fyrir Gróttu að hafa fengið Soffíu Steingrímsdóttur í markið á nýjan leik. Soffía kom að láni frá Fram á dögunum var með Gróttu öðru sinni í kvöld. Hún varði 16 skot.


Mörk Gróttu: Ída Margrét Stefánsdóttir 8, Rut Bernódusdóttir 8, Katrín Anna Ásmundsdóttir 5, Lilja Hrund Stefánsdóttir 5, Guðrún Þorláksdóttir 2, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 2, Katrín S. Thorsteinsson 2.
Varin skot: Soffía Steingrímsdóttir 16.
Mörk Fjölnis/Fylkis: Eyrún Ósk Hjartardóttir 8, Ada Kozicka 7, Guðrún Erla Bjarnadóttir 7, Sigríður Björg Þorsteinsdóttir 4, Díana Sif Gunnlaugsdóttir 1, Telma Sól Bogadóttir 1.
Varin skot: Oddný Björg Stefánsdóttir 6, Harpa Rún Friðriksdóttir 3.

Staðan í Grill 66-deild kvenna og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -