- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Félagaskipti Frakkans til Harðar sitja föst

Leo Renaud-David með Bidasoa í leik í Evrópukeppni síðla árs 2019. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Frakkinn Leo Renaud-David leikur ekki með Herði frá Ísafirði á morgun gegn ÍBV í Olísdeild karla á Torfnesi eins og vonir forsvarsmanna Harðar hafa staðið til. Félagaskipti hans eru föst í félagaskiptakerfi Handknattleikssambands Evrópu, EHF, vegna þess að hann ekki skráður í kerfið hjá því félagi sem hann lék með síðast. Þar af leiðandi getur fyrra félag ekki gefið grænt ljós á brottför Renaud-David.


Hörður tilkynnti komu Frakkans Renaud-David til félagsins 13. janúar. Kom þá m.a. fram að hann kæmi til Harðar frá Granolles. Eftir því sem fram Vigdís Pála Halldórsdóttir, formaður Harðar, segir í samtali við vísir.is í dag þá lék Frakkinn síðasta með Balonmano Sinfin á Spáni, ekki Granolles. Nafn Balonmano Sinfin hafi verið á þeim gögnum sem skilað var inn til HSÍ.


Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ sagði við handbolta.is í dag að um leið og Hörður hafi sent inn félagaskiptin, 17. janúar, hafi þau verið skráð í gagnagrunn Handknattleikssambands Evrópu eins og önnur félagaskipti milli landa. Í þeim grunni er Renaud-David skráður leikmaður Granolles. Þar við sitji þrátt fyrir að ítrekaðar beiðni til spænska handknattleikssambandsins um að skráning leikmannsins verði uppfærð til Balonmano Sinfin frá Granolles.


Uppfærsla gagnagrunns EHF er á ábyrgð hvers landssambands, í þessu tilfelli þess spænska. „Spánverjarnir svara engu þrátt fyrir ítrekanir af okkar hálfu. Þar situr málið fast,“ sagði Róbert Geir sem lifir eins og Harðarfólkið í voninni um að greitt verði úr flækjunni áður en félagaskiptaglugganum verður lokað um næstu mánaðamót.


Ekkert bólar á Rússanum Alexander Tatarintsev sem Hörður samdi við snemma árs hverju sem um er að kenna. Félagið hefur alltént ekki sagt frá að horfið hafi verið frá að klófesta rússnesku stórskyttuna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -