- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afturelding tyllti sér á toppinn

Aftureldingarliðið settist aftur í efsta sæti Grill 66-deildarinnar í dag. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

Afturelding gerði sér lítið fyrir og tyllti sér í efsta sæti Grill 66-deildar kvenna í handknattleik í kvöld. Aftureldingarliðið vann ungmennalið Fram örugglega á Varmá, 29:21, og hefur þar með 17 stig eftir 10 leiki á toppnum. ÍR hefur einnig 17 stig en er í 2. sæti þar sem Afturelding stendur betur að vígi í innbyrðisleikjum.

Grótta er stigi á eftir Aftureldingu og ÍR eftir sigur á FH í gærkvöld eins og áður hefur verið getið á handbolti.is.


Afturelding var tveimur mörkum yfir í kvöld gegn ungmennaliði Fram 11:9. Framliðið er sýnd veiði en ekki gefin eftir að hafa náð góðum úrslitum upp á síðkastið. Leikmenn Aftureldingar voru einbeittir og sterkari í síðari hálfleik og unnu verðskuldaðan og góðan sigur.


Að vanda var Sylvía Björt Blöndal öflug í liði Aftureldingar auk þess sem Mina Mandic varði vel í markinu.

Unglingalandsliðskonan Ingunn María Brynjarsdóttir var að vanda vel á verði í marki Fram.


Mörk Aftureldingar: Sylvía Björt Blöndal 9, Anna Katrín Bjarkadóttir 4, Lovísa Líf Helenudóttir 4, Susan Ines Gamboa 3, Katrín Helga Davíðsdóttir 2, Brynja Rögn Fossberg Ragnarsdóttir 2, Dagný Lára Ragnarsdóttir 2, Katrín Erla Kjartansdóttir 2, Drífa Garðarsdóttir 1.
Varin skot: Mina Mandic 14, Rebecca Fredrika Adolfsson 3.

Mörk Fram u.: Sóldís Rós Ragnarsdóttir 4, Sara Rún Gísladóttir 4, Valgerður Arnalds 4, Íris Anna Gísladóttir 2, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 2, Eydís Pálmadóttir 2, Margrét Á. Bjarnhéðinsdóttir 1, Ingibjörg Eva Baldvinsdóttir 1, Elín Ása Bjarnadóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 16.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -