- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fargi létt af FH-ingi

Leonharð Þorgeir Harðarson verður ekki með FH á næstunni. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Fargi var létt af Leonharði Þorgeiri Harðarsyni, leikmanni FH, í gær þegar staðfest var að hann er ekki kviðslitinn. Grunur hafði verið uppi um skeið að hann væri kviðslitinn en niðurstöður myndatöku í gær leiddi í ljós svo er ekki. Talsverðar bólgur eru hinsvegar fyrir hendi sem að sögn Leonharðs verður unnið í að draga úr á næstunni.


Markmiðið er að draga úr bólgunum með sjúkraþjálfun, nálastungum og fleiri þekktum aðferðum á næstu vikum.

„Stefnan hefur verið sett á að koma til baka út á völlinn eftir landsliðspásuna eftir miðjan mars. Ef það tekst fyrir þann tíma verður það bara plús,“ sagði Leonharð við handbolta.is í gær.


Vegna fjarveru Leonharðs Þorgeirs fékk FH Alexander Már Egan að láni frá Fram áður en félagaskiptaglugganum var lokað um nýliðin mánaðarmót.

Leonharð Þorgeir, sem getur jafnt leikið í skyttustöðunni hægra megin og í hægra horni, hefur skorað 33 mörk í 13 leikjum með FH í Olísdeildinni.

Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -