- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórleikur Odds dugði ekki til sigurs á Dresdenliðinu

Oddur Gretarsson leikmaður Balingen. Mynd/Balingen-Weilstetten
- Auglýsing -

Stórleikur Odds Gretarssonar fyrir Balingen-Weilstetten dugði liðinu ekki til sigur í gærkvöld þegar leikmenn Elbflorenz frá Dresden komu í heimsókn til efsta liðsins í SparkassenArena í Balingen.

Oddur skorað 10 mörk í 11 tilraunum, þar af voru fimm markanna úr vítaköstum, í fjögurra marka tapi, 33:29. Hinir skeinuhættu leikmenn Elbflorenz voru einu marki yfir í hálfleik, 14:13.


Þetta var aðeins annað tap Balingen-Weilstetten í deildinni á leiktíðinni í 19 leikjum. Eftir sem áður er Balingen í efsta sæti með 31 stig, er fjórum stigum á eftir Eisenach, Dessauer og TuS N-Lübbecke.

Daníel lét til sína taka

Daníel Þór Ingason skoraði þrjú mörk fyrir Balingen og átti einnig þrjár stoðsendingar. Þess utan var hann öflugur í vörn liðsins.


Meðal leikmanna Elbflorenz er Mindaugas Dumcius sem lék með Akureyri handboltafélagi fyrir nokkrum árum. Hann skoraði tvö mörk í gær.

Sex marka tap hjá Tuma Steini

Tumi Steinn Rúnarsson skoraði fjögur mörk og átti þrjár stoðsendingar í liði HSC 2000 Coburg í sex marka tapi fyrir Eisenach, 32:26. Leikurinn fór fram í Werner-Aßmann-Halle í Eisenach.


Coburg er í 11. sæti af 20 liðum deildarinnar með 18 stig eftir 19 leiki.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -