- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Anton, Jónas, Einar, Guðmundur, Halldór, Jezic, Remili

Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dómarar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign THW Kiel og Kielce í 11. umferð B-riðlis Meistaradeildar Evrópu í handknattleik karla sem fram fer í Kiel í Þýskalandi á morgun. Kiel er í fjórða sæti riðilsins en pólska liðið Kielce er í öðru sæti aðeins stigi á eftir Barcelona.
  • Einar Þorsteinn Ólafsson kom lítið við sögu í öðrum sigurleik Fredericia Håndboldklub í röð í upphafsleik 20. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gærkvöld. Fredericia Håndboldklub vann SønderjyskE, 27:22, á útivelli. Þetta var annað sigur Fredericia Håndboldklub í röð eftir heimsmeistaramótið en á dögunum vann liðið lánlaust botnlið deildarinnar, HC Midtjylland
  • Fredericia Håndboldklub, sem þjálfað er af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, er í sjöunda sæti og í harðri keppni um að hreppa eitt af átta efstu sætunum sem gefur keppnisrétt í úrslitakeppninni um danska meistaratitilinn. 
  • Holstebro tapaði fyrir Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli með sex marka mun, 33:27, í dönsku úrvalsdeildinni í fyrrakvöld. Halldór Jóhann Sigfússon er aðstoðarþjálfari Holstebro-liðsins sem átti á brattann að sækja frá upphafi til enda leiksins. Holstebro er í níunda sæti deildarinnar eftir 19 leiki. Leikmenn Holstebro verða að halda vel á spilunum á lokasprettinum til þess að komast í úrslitakeppni átta efstu liðanna um meistaratitilinn. 
  • Fyrirliði króatíska kvennalandsliðsins í handknattleik, Katarina Jezic, hefur samið við Evrópumeistara Vipers Kristiansand um að leika með liðinu út keppnistímabilið. Jezic var leyst undan samningi við tyrkneska meistaraliðið Kastamonu Belediyesi GSK eftir helgina. Hún leikur á línunni en er einnig mjög góður varnarmaður. Koma Jezic til Vipers er sannkallaður búhnykkur.

  • Franski landsliðsmaðurinn Nedim Remili fór ekki með pólska liðinu Kielce til Kiel í gær til leiks í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Ýtir það undir sögusagnir um að Remili hafi leikið sinn síðasta leik fyrir pólska meistaraliðið og að hann gangi á næstu dögum til liðs við Veszprém í Ungverjalandi. Ungverska liðinu vantar mann í stað Yahia Omar sem er með slitið krossband. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -