- Auglýsing -
Íslendingar komu við sögu í fjórum leikjum þýsku 1. deildarinnar í handknattleik sem hófst á ný í kvöld eftir hlé sem gert var laust fyrir áramótin.
- Ýmir Örn Gíslason og samherjar í Rhein-Neckar Löwen unnu næst neðsta lið deildarinnar, GWD Minden, með 11 marka mun í Minden, 40:29. Ýmir Örn skoraði tvö mörk og var tvisvar vikið af leikvelli í tvær mínútur í hvort skiptið.
- Sveinn Jóhannsson lék sinn fyrsta leik fyrir GWD Minden. Hann skoraði eitt mark og mátti bíta í það súra epli að vera vísað af leikvelli í tvígang. Sveinn gekk til liðs við GWD Minden í upphafi árs.
- Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Gummersbach sem tapaði öðru sinni á nokkrum dögum fyrir Lemgo á heimavelli, 29:28. Liðin mættust einnig í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á síðasta sunnnudag.
- Hannover-Burgdorf vann HSG Wetzlar, 31:24, á útivelli. Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
- HC Erlangen tapaði fyrir Göppingen, 31:25, á heimavelli Göppingen. Ólafur Stefánsson er aðstoðarþjálfari HC Erlangen.
Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -