- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tveir frá Íslandi í færeyska landsliðinu

Allan Norðberg leikmaður KA er í færeyska landsliðshópnum sem valinn var fyrir helgina. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Tveir leikmenn sem leika hér á landi eru í færeyska karlalandsliðinu sem valið hefur verið vegna tveggja leikja færeyska landsliðsins í undankeppni EM 8. og 11. mars. Um er að ræða Nicholas Satchwell, markvörð KA, og samherja hans Allan Norðberg. Pætur Mikkjalsson er einnig í landsliðnu en hann lék með KA á fyrri hluta tímabilsins 2021/2022.


Þrettán leikmenn í landsliðshópnum leika með félagsliðum utan Færeyja. Þar á meðal eru Elias Ellefsen á Skipagøtu og Óli Mittún sem eru á meðal allra efnilegustu handknattleiksmanna Evrópu. Sá fyrrnefndi gengur til liðs við THW Kiel í sumar.

Nicholas Satchwell landsliðsmarkvörður Færeyja við öllu búinn í marki KA gegn Herði á dögunum. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Peter Bredsdorff-Larsen og Lars Porskær Møller þjálfarar færeyska landsliðsins völdu 17 leikmenn til þess að taka þátt í leikjunum við Rúmena. Fyrri leikurinn verður í Þórshöfn en sá síðari í Búkarest.


Markverðir:
Nicholas Satchwell, KA.
Pauli Jacobsen, H71.
Aðrir leikmenn:
Leivur Mortensen, Frederiksberg IF.
Rói Berg Hansen, HØJ.
Peter Krogh, H71.
Tróndur Mikkelsen, Ryger Stavanger.
Jónas Gunnarson Djurhuus, Frederiksberg IF.
Pauli Mittún, Kristiansand.
Óli Mittún, IK Sävehof.
Elias Ellefsen á Skipagøtu, IK Sävehof.
Rói Ellefsen á Skipagøtu, H71.
Hallur Árason, VÍF.
Hákun West av Teigum, Skanderborg-Århus.
Allan Norðberg, KA.
Pætur Mikkjalsson, AMO.
Teis Horn Rasmussen, Follo HK.
Helgi Hildarson Hoydal, Kristiansand.


Færeyingar eru án stiga í fjórða riðli undankeppni EM 2024 eftir tap fyrir Úkraínu og Austurríki í október. Rúmenar hafa tvö stig eins og Úkraínumenn. Austurríkismenn eru efstir í riðlinum með fjögur stig.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -