Birgir Steinn Jónsson fór á kostum með Gróttu í kvöld þegar liðið vann ævintýralegan sigur á FH í Kaplakrika, 36:35. Hann skorað sigurmarkið úr vítakasti þegar leiktíminn var úti. Alls skorarði Birgir Steinn 15 mörk og skapaði átta marktækifæri. Honum héldu engin bönd. Grótta skoraði þrjú síðustu mörkin í leiknum en segja má að FH-ingar hafi farið illa að ráði sínu á sama tíma.
Grótta var aðeins einu sinni yfir í leiknum.
Einar Baldvin Baldvinsson varði frá Ásbirni Friðrikssyni í tveimur síðustu sóknum FH-liðsins, þar af í síðara skiptið þegar 13 sekúndur var til leiksloka. Gróttumenn sneru snarlega vörn í sókn og Þorgeir Bjarki Davíðsson vann vítakast af mikilli áræðni á síðustu sekúndu. Birgir Steinn skoraði hiklaust úr vítakastinu, tíunda markið úr 11 vítaköstum í leiknum. Innsiglaði hann þar með bæði stigin.
FH var með nokkra yfirburði í fyrri hálfleik og var með fimm marka forskot í hálfleik, 21:16. Gróttumenn breyttu um vörn í síðari hálfleik. M.a. fór Ágúst Emil Grétarsson framar og skermaði af sóknarmenn FH. Breytt vörn skilaði árangri og Grótta tók að saxa á forskotið. Birgir Steinn jafnaði, 32:32, þegar sex mínútur voru til leiksloka. FH komst yfir eftir það, 34:32, og 35:33.
Leikmenn Gróttu létu mótlætið ekki brjóta sig niður að þessu sinni. Loksins kom að því að endaspretturinn var þeirra.
Mikilvægur sigur fyrir Gróttumenn í keppninni um áttunda sæti deildarinnar. Auk Birgis Steins var Hannes Grimm ákveðinn á línunni. Hann skoraði sjö mörk og vann aragrúa vítakasta. Lúðvík Thorberg Arnkelsson var einnig mjög góður. Þótt hann skoraði ekki mörg mörk þá skapaði hann níu marktækifæri, þar af voru sex stoðsendingar.
Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11/5, Einar Bragi Aðalsteinsson 7, Egill Magnússon 4, Birgir Már Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Jóhann Birgir Ingvarsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 2, Daníel Matthíasson 1.
Varin skot: Phil Döhler 11, 25% – Axel Hreinn Hilmisson 1/1, 33%.
Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 15/10, Hannes Grimm 7, Jakob Ingi Stefánsson 5, Theis Koch Søndergard 3, Þorgeir Bjarki Davíðsson 3, Ari Pétur Eiríksson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1, Daníel Örn Griffin 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 8/1, 27,6% – Daníel Andri Valtýsson 6, 30%.
Staðan í Olísdeild karla og næstu leikir.
Í dag voru tveir leikir í Olísdeild karla: