- Auglýsing -
- Aníta Eik Jónsdóttir fyrirliði hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK. Aníta Eik er í fjölmennum hópi efnilegra handknattleikskvenna hjá HK og hefur m.a. átt sæti í yngri landsliðum Íslands.
- Tvær stúlkur sem eru af íslensku bergi brotnar eru í U17 ára landsliði Noregs í handknattleik kvenna sem valið var á dögunum til þátttöku á æfingamóti í Rúmeníu í byrjun mars. Annars vegar er það Mali Halldórsson leikmaður Kongsvinger IL og Ella Bríet Gunnarsdóttir hjá Stavanger IF. Ella Bríet var í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands fyrir ári.
- Slóvenski hornamaðurinn Blanz Janc hefur skrifað undir nýjan samning við Evrópumeistara Barcelona. Nýi samningurinn gildir til ársins 2028. Janc kom til Barcelona 2020 frá Kielce í Póllandi. Sigvaldi Björn Guðjónsson tók þá sæti Janc hjá pólska meistaraliðinu.
- Sænski landsliðsmaðurinn Linus Persson gengur til við danska meistaraliðið GOG í sumar. Hann hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið. Hinn 29 ára gamli Svíi er nú í herbúðum Nantes í Frakklandi.
- Hollenski landsliðsmarkvörðurinn Bart Ravensbergen gengur til liðs við Göppingen í þýsku 1. deildinni í sumar. Hann er nú liðsmaður Nordhorn í 2. deild. Ravensbergen er með betri markvörðum 2. deildar. Hann var mjög öflugur með hollenska landsliðinu á HM í síðasta mánuði og eins á EM í upphafi árs 2022. Daniel Rebmann, sem nú er markvörður Göppingen verður liðsmaður Gummersbach í sumar.
- Auglýsing -