- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már er efstur eftir þrjá leiki

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Tölfræðiveitan HBStatz hefur tekið saman einkunnir leikmenn íslenska landsliðsins í handknattleik sem nú tekur þátt í heimsmeistaramótinu eftir þrjá fyrstu leikina. Einkunninn er byggð á ýmsum tölfræðiþáttum sem HBStatz hefur tekið saman í hverjum leik íslenska liðsins á mótinu.


Samkvæmt niðurstöðu HBStatz eftir þjá fyrstu leikina þá er Bjarki Már Elísson efstur á blaði með 7,57. Björgvin Páll Gústavsson, sem reyndar á tvo leiki að baki er næstu með 7,40 og Ólafur Andrés Guðmundsson er þriðji með 7,10. Gísli Þorgeir Kristjánsson er skammt á eftir með 7,08 og ljóst að FH-ingarnir fylgjast þétt að.
Viggó Kristjánsson er fimmti með 6,46 og Elvar Örn Jónsson situr í sjötta sæti með 6,37.

Ef eingöngu er litið til einkunnar fyrir sóknarleik þá er Bjarki Már einnig efstur á þeim lista með 8,28. Gísli Þorgeir er með 8,17 og Ólafur Andrés með 8,01. Viggó situr í fjórða sæti með 7.12 og Sigvaldi Björn Guðjónsson er fimmti með 6,90.


Varnarleikur íslenska landsliðsins hefur verið góður á mótinu. Þar er Ýmir Örn Gíslason efstur með 7,90. Elvar Örn er sjónarmun á eftir með 7,83. Þeir tveir bera verulega af. Alexander Petersson er þriðji með 6,88, Anar Freyr Arnarsson með 6,23 og Bjarki Már er fimmti með 6,11.


Þeir sem vilja rýna betur í tölurnar hjá HBStatz geta smellt hér og kynnt sér málið.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -