- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Valur tók franskt atvinnumannalið í kennslustund

Valsmenn hafa oft haft ástæðu til þess að fagna. Kannski fagna þeir í eftir leikina í Eistlandi í næsta mánuði. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Valsmenn tóku franska atvinnumannaliðið PAUC í kennslustund í Origohöllinni í kvöld í viðureign liðanna í Evrópudeildinni í handknattleik. Valur vann með níu marka mun og nánast niðurlægði leikmenn gestanna sem vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið. Endaði með því að þeir lögðu niður skottið og töpuðu með níu mark mun, 40:31, eftir að hafa verið þremur mörkum undir, 19:16 í hálfleik.


Valsmenn hafa þar með tryggt sér að lágmarki þriðja sæti B-riðils og öruggt sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar 21. og 28. mars gegn liði úr A-riðli, Göppingen eða Kadetten Schaffhausen eins og mál standa nú.


Frammistaðan í keppninni er stórsigur fyrir Val, þjálfarann Snorra Stein Guðjónsson og íslenskan handknattleik í heild. Árangurinn hefur farið langt fram úr vonum venjulegra handboltaáhugamanna.


Valsmenn léku frábæran handknattleik frá upphafi til enda leikmenn voru vel einbeittir og tóku frumkvæðið strax og gáfu aldrei þumlung eftir. Varnarleikurinn var frábær með Björgvin Pál Gústavsson magnaðan í markinu. Hann varði 20 skot, 40% markvarsla í Evrópuleik. Landsliðsmarkvörðurinn hefur vart í annan tíma átt aðra eins frammistöðu.


Annars voru leikmenn Vals frábærir og engan veikan blett að finna. Maður kom í manns stað. Sennilega heilsteyptasti leikur Vals í keppninni til þessa.


Leikmenn PAUC voru eins og lömb í höndum Valsmanna í síðari hálfleik. Þeir misstu vonina smátt og smátt og sennilegt má telja að hinn þekkti þjálfari liðsins Thierry Anti er fyrir löngu kominn langt fram yfir endastöð með liðið. Ólíklegt er að PAUC nái sæti í 16-liða úrslitum.


Mörk Vals: Stiven Tobar Valencia 8, Arnór Snær Óskarsson 6, Benedikt Gunnar Óskarsson 6, Bergur Elí Rúnarsson 6, Agnar Smári Jónsson, 4, Þorgils Jón Svölu Baldursson 4, Vignir Stefánsson 2, Björgvin Páll Gústavsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Aron Dagur Pálsson 1, Magnús Óli Magnússon 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 20, 40%.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textlaýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -