HK tryggði sér í kvöld sigur í Grill 66-deild karla í handknattleik þegar liðið lagði Víking með tveggja marka mun, 30:28, í hörkuleik á heimavelli Víkinga í Safamýri. HK endurheimtir þar með sæti í Olísdeild á næstu leiktíð en liðið féll úr deildinni á síðasta vori, reyndar í samfloti með Víkingum sem mætir Fjölni í umspili um sæti í Olísdeild karla á komandi vordögum.
Þetta er í annað sinn á þremur árum sem HK vinnur Grill 66-deildina. Liðið hefur haft nokkra yfirburði í deildinni á tímabilinu sem sést best á því að það hefur aðeins tapað einu stigi í 15 viðureignum.
Víkingar þurftu á sigri að halda í leiknum í kvöld til þess að halda í vonina um að geta komið í veg fyrir að HK tryggði sér efsta sætið.
Það var fast leikið í Safamýri í kvöld og hressilega tekist á, bæði líkamlega og með snörpum orðaskiptum.
HK var marki yfir í hálfleik, 14:13, eftir að Hjörtur Ingi Halldórsson skoraði á síðustu sekúndu.
HK skoraði þrjú mörk í röð
Síðari hálfleikur var nokkuð jafn. HK var með yfirhöndina framan af en Víkingar sóttu í sig veðrið þegar á leið og komst m.a. tveimur mörkum yfir, 25:23, þegar sex mínútur voru til leiksloka. HK svaraði með þremur mörkum í röð á kafla þegar svo virtist sem sjóða færi upp. Síðustu fimm mínúturnar voru skrautlegar. Spennustigið var mjög hátt og menn fuku út af á bæði borð. Um tíma var Víkingur aðeins með þrjá sóknarmenn auk markvarðar. Dómararnir áttu fullt í fangi með að halda utan um allt það sem gerðist á vellinum.
Kastaðist í kekki
HK tókst að halda forskotinu til enda þótt á ýmsu hafi gengið. Þeir fögnuðu ákaflega í leikslok en meira að segja í fögnuðinum kastaðist í kekki á milli fylkinganna og vissu menn hreinlega ekki sitt rjúkandi ráð á tímabili. Hætt er við að fyrirgangurinn á síðustu mínútunum og eftir að flautað var til leiksloka eigi eftir að draga dilk á eftir sér og skapa verulega aukavinnu hjá aganefnd HSÍ á þriðjudaginn.
Staðan í Grill 66-deild karla.
Auk viðureignar Víkinga og HK-inga fóru þrír leikir fram í Grill 66-deildinni í kvöld.
Víkingur – HK 28:30 (13:14).
Mörk Víkings: Styrmir Sigurðarson 6, Igor Mrsulja 4, Halldór Ingi Jónasson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 3, Gunnar Valdimar Johnsen 3, Agnar Ingi Rúnarsson 2, Halldór Ingi Óskarsson 2, Brynjar Jökull Guðmundsson 2, Guðjón Ágústsson 1, Arnar Gauti Grettisson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 10.
Mörk HK: Símon Michael Guðjónsson 10, Júlíus Flosason 8, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 2, Kristján Pétur Barðason 2, Aron Gauti Óskarsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 13, Sigurjón Guðmundsson 2.
Fjölnir – KA U 36:24 (19:11).
Mörk Fjölnis: Benedikt Marinó Herdísarson 10, Viktor Berg Grétarsson 9, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Bernhard Snær Petersen 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Jón Ásgeir Eyjólfsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Aron Breki Oddnýjarson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 9, Andri Hansen 3.
Mörk KA U.: Kristján Gunnþórsson 7, Magnús Dagur Jónatansson 4, Ísak Óli Eggertsson 4, Hugi Elmarsson 2, Leó Friðriksson 2, Heiðmar Örn Björgvinsson 1, Steinþór Snær Jóhannsson 1, Ernir Elí Ellertsson 1, Guðmundur Hlífar Jóhannesson 1, Óskar Þórarinsson 1.
Varin skot: Óskar Þórarinsson 5, Úlfar Örn Guðbjargarson 1.
Haukar U – Þór 29:26 (14:14).
Mörk Hauka U.: Össur Haraldsson 7, Kristófer Máni Jónasson 6, Birkir Snær Steinsson 5, Sigurður Snær Sigurjónsson 3, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Magnús Gunnar Karlsson 1, Jakob Aronsson 1, Páll Þór Kolbeins 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Andri Fannar Elísson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Karlsson 18, Steinar Logi Jónatansson 1.
Mörk Þórs: Arnór Þorri Þorsteinsson 6, Viðar Ernir Reimarsson 5, Jón Ólafur Þorsteinsson 5, Jóhann Geir Sævarsson 4, Jonn Rói Tórfinnsson 4, Hlynur Elmar Matthíasson 1, Aron Hólm Kristjánsson 1.
Varin skot: Kristján Páll Steinsson 12.
Selfoss U – Fram U 34:31 (15:13).
Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 9, Sæþór Atlason 8, Tryggvi Sigurberg Traustason 7, Gunnar Flosi Grétarsson 3, Vilhelm Freyr Steindórsson 3, Hans Jörgen Ólafsson 3, Haukur Páll Hallgrímsson 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 12.
Mörk Fram U.: Marel Baldvinsson 8, Aron Örn Heimisson 5, annar Máni Eyjólfsson 4, Agnar Daði Einarsson 3, Elí Falkvard Traustason 3, Eiður Rafn Valsson 2, Arnór Máni Daðason 2, Tindur Ingólfsson 1, Max Emil Stenlund 1.
Varin skot: Max Emil Stenlund 9, Breki Hrafn Árnason 4.
Staðan í Grill 66-deild karla.