- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Harkalegt bakslag hjá Darra

Darri Aronsson í sínum fyrsta A-landsleik á ferlinum, gegn Króötum á EM í janúar 2022. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Handknattleiksmaðurinn Darri Aronsson varð fyrir harkalegu bakslagi á föstudaginn þegar hnéskeljarsinin slitnaði á æfingu með franska liðinu US Ivry.

Darri sagði við handbolta.is í morgun að hann fari í aðgerð í Frakklandi í vikunni. Ljóst sé að hann mætir ekki út á völlinn fyrr en á næsta keppnistímabili.

Darri hefur sannarlega fengið sinn skammt af meiðslum. Hann ristarbrotnaði í júlí og var komast á fulla ferð þegar óheppnin reið yfir á föstudaginn.


Eins og staðan var fyrir helgina voru góðar líkur á að Darri gæti tekið þátt í næsta leik US Ivry.

„Sinin slitnaði á æfingu þegar ég var að stökkva upp fyrir framan vörnina. Ég var kominn á fullt í að æfa mig inn í liðið og takast á við næstu leiki. [Didier] Dinart þjálfari var orðinn spenntur að fá mig inn hópinn af fullum krafti. Þetta er hreint ótrúlegt,“ sagði Darri sem verður meira og minna rúmliggjandi fram að aðgerðinni, fóturinn er nánast óvirkur.

Patellar sinin, eða hnéskeljarsin (patella tendon) er staðsett fyrir neðan hnéskel og tengir hana við legginn. Vegna slitsins er hnéskelin ekki á réttum stað og verður ekki kominn á sinn stað fyrr að aðgerðin verður afstaðin. Huggun er harmi gegn að ekkert annað í hnénu er slitið eða rifið. Nóg er samt.

Darri, sem gekk til liðs við US Ivry á síðasta sumri, sagði ástandið vera gremjulegt en ekkert væri annað að gera en að vinna úr stöðunni. „Þetta er bara enn eitt verkefnið sem maður þarf að tækla,“ sagði Darri Aronsson handknattleiksmaður við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -