- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 ára landsliðið í riðli með Afríkumeisturunum á HM í sumar

Piltarnir í U19 ára landsliðinu taka þátt í HM í sumar. Mynd/SB-Fotografie
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, hafnaði í C-riðli þegar dregið var í riðla á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem fram fer í Króatíu frá 2. til 13. ágúst í sumar.


Íslenska liðið var í öðrum styrkleikaflokki og fékk Afríkumeistara Egyptalands úr fyrsta styrkleikaflokki og Japan og Tékkland úr þriðja og fjórða flokki.

Íslensku piltarnir unnu Egypta, 32:27, á alþjóðlegu móti, Sparkassen cup, í Merzig í Þýskaland á milli jóla og nýárs.

Alls verður leikið í átta fjögurra liða riðlum og komast tvö áfram úr hverjum í 16-liða úrslitum en hin sextán liðin leika um forsetabikarinn. Að vanda er leikið um öll sæti mótsins eins og regla er orðin á heimsmeistaramótum yngri landsliða.

Riðlaskiptingin:

A-riðill:B-riðill:C-riðill:D-riðill:
PortúgalUngv.landEgyptalandSpánn
KróatíaSlóveníaÍslandS-Kórea
RúandaMarokkóJapanBrasilía
AlsírN-SjálandTékklandBarein
E-riðill:F-riðill:G-riðill:H-riðill:
DanmörkNoregurÞýskalandSvíþjóð
AusturríkiSvartfj.landArgentínaFæreyjar
ChileN-Maked.S-ArabíaÍran
MexíkóIHF sigurliðBandaríkinBúrundi


Þetta verður í fyrsta sinn sem 32 lið taka þátt í HM 19 ára landsliða sem er í samræmi við heimsmeistaramót A-landsliða. Fyrstu 32 liða heimsmeistaramót yngri landsliða fóru fram í kvennaflokki á síðasta sumri í flokkum 18 og 20 ára landsliða.


Leikir í riðli Íslands fara fram í bænum Koprivnica.


Á dögunum völdu Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hóp pilta til æfinga frá 9. til 12. mars. Hverjir skipa hópinn er að finna í meðfylgjandi frétt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -