- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19 ára landsliðið kallað saman til æfinga – fara HM í sumar

Silfurlið Íslands á Sparkassen cup móti landsliða U19 ára í Merzig í Þýskalandi í lok síðasta árs. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Heimir Ríkarðsson og Einar Jónsson hafa valið 21 leikmann til æfinga hjá U19 ára landsliði karla 9. til 12. mars á höfuðborgarsvæðinu.

Æfingarnar eru liður í undirbúningi fyrir þátttöku á HM sem fram fer í Króatíu 2. til 13. ágúst. U19 ára landsliðið tók þátt í æfingamóti í Þýskalandi á milli jóla og nýárs.

Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum.

Markverðir:
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Ísak Steinsson, IL Ros (Noregi).
Kristján Rafn Oddsson, FH.

Aðrir leikmenn:
Andri Clausen, FH.
Andri Fannar Elísson, Haukum.
Atli Steinn Arnarsson, FH.
Birkir Snær Steinsson, Haukum.
Daníel Örn Guðmundsson, Val.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, ÍBV.
Gunnar Kári Bragason, Selfossi.
Hans Jörgen Ólafsson, Selfossi.
Heiðar Rytis Guðmundsson, Stjörnunni.
Hinrik Hugi Heiðarsson, ÍBV.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukum.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, KA
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Val.
Viðar Ernir Reimarsson, Þór.
Össur Haraldsson, Haukum.

Dregið í riðla á HM

Dregið verður í riðla á HM eftir viku. Þegar hefur verið raðið í styrkleikaflokka og er íslenska landsliðið í öðrum flokki sem er rökrétt sé tekið tillit til Evrópumeistaramóts 18 ára landsliða sem fram fór í Svartfjallalandi á síðasta sumri.

1. styrkleikaflokkur: Egyptaland, Spánn, Svíþjóð, Þýskaland, Ungverjaland, Danmörk, Noregur, Portúgal.
2. styrkleikaflokkur: Suður Kórea, Króatía, Færeyjar, Ísland, Slóvenía, Svartfjallaland, Argentína, Austurríki.
3. styrkleikaflokkur: Rúanda, Íran, Sádi Arabía, Norður Makedónía, Japan, Brasilía, Chile, Marokkó.
4. styrkleikaflokkur: Mexíkó, Búrúndi, Alsír, Tékkland, Barein, Bandaríkin, Nýja Sjáland, sigurlið úr IHF-keppninni sem fram fer í mars.

Dregið verður í átta fjögurra liða riðla. Leikstaðir: Varazdin, Koprivnica, Rijeka, Opatija.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -