- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þrjár breytingar og Björgvin Páll fyrirliði

Björgvin Páll Gústavsson er ómyrkur í máli í garð leikskipulags Olísdeildar. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Þrjár breytingar hafa verið gerðar á sextán manna leikmannahópi íslenska landsliðsins fyrir leikinn við Frakka í kvöld frá viðureigninni gegn Sviss í fyrradag. Kári Kristján Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Viktor Gísli Hallgrímsson koma inn í hópinn í stað Arnórs Þór Gunnarssonar, Alexanders Petersson og Ágústs Elís Björgvinssonar. Alexander hefur yfirgefið Kaíró eins og kom fram gær.


Björgvin Páll Gústavsson verður fyrirliði í leiknum í stað Arnórs Þórs.

Þetta verður fyrsti leikur Kára Kristjáns á mótinu en annar leikur Viktors Gísla sem var með í upphafsleiknum gegn Portúgal. Ómar Ingi tók þátt í tveimur fyrstu leikjum Íslands en hefur setið yfir í tveimur þeim undangengnum.

Íslenska liðið sem tekur þátt í leiknum við Frakka í dag sem hefst kl. 17:
 
Björgvin Páll Gústavsson, Haukar 234/16
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 20/1
Bjarki Már Elísson, Lemgo 77/204
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 24/35
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 129/250
Magnús Óli Magnússon, Val 10/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 41/110
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 30/45
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 10/17
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 51/135
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 17/37
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 34/66
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 58/72
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 11/10
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 48/22

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -