- Auglýsing -
- Max Emil Stenlund hefur skrifað undir sinn fyrsta samning við handknattleiksdeild Fram. „Max er ung og efnileg hægri skytta sem leggur hart að sér. Hann á sér sæti í yngri landsliðum Íslands,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Fram af þessu tilefni.
- Kyndill, liðið sem Jakob Lárusson þjálfari í færeysku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna, tapaði á sunnudaginn fyrir meisturum H71, 35:32, í Þórshöfn í 17. umferð deildarinnar. Kyndill er í öðru sæti deildarinnar með 26 stig og er sjö stigum á eftir H71. Turið Arge Samuelsen, fyrrverandi leikmaður Hauka, skoraði 15 mörk fyrir Kyndil í leiknum við H71.
- Kristinn Guðmundsson og liðsmenn hans í EB frá Eiði töpuðu fyrir Neistanum rétt fyrir helgina, 34:23, á úrvalsdeild kenna í Færeyjum. EB rekur lestina í deildinni með fjögur stig, er stigi á eftir StÍF frá Skálavík.
- Aðgöngumiðar á fyrri viðureign dönsku liðanna Aalborg Håndbold og GOG í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik seldust upp á tveimur tímum í gær. Leikurinn fer fram í Sparekassen Danmark Arena í Álaborg á fimmtudaginn í næstu viku. Keppnishöllin rúmar 5.000 áhorfendur.
- Á dögunum seldust aðgöngumiðar á fyrri leik Skjern og Füchse Berlin í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar upp á fáeinum klukkustundum. Skjern setti í gærmorgun í sölu slatta af miðum sem Berlínarliðið skilaði vegna áhugaleysis stuðningsmanna fyrir leikmenn. Áhangendur Skjern voru ekki lengi að grípa gæsina. Ljóst er mikill áhugi er fyrir handknattleik á Jótlandi.
- Staðfest var í gær að króatíski landsliðsmaðurinn Manuel Štrlek leikur með RK Nexe í heimalandi sínu frá og með næsta keppnistímabili. Hann hefur samið við félagið til þriggja ára. Štrlek er að ljúka sínu 11. keppnistímabili með Veszprém í Ungverjalandi.
- Auglýsing -