- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfall hjá Valsliðinu – Sara Sif er úr leik

Sara Sif Helgadóttir, markvörður Vals er meidd og verður ekkert meira með Val á keppnistímabilinu. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bikarmeistarar Vals í handknattleik kvenna hafa orðið fyrir miklu áfalli. Sara Sif Helgadóttir markvörður leikur ekkert meira með liðinu á keppnistímabilinu. Þetta staðfesti Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari Vals, í samtali við handbolti.is fyrir stundu. Sara Sif meiddist síðla í síðari hálfleik í viðureign Vals og Stjörnunnar í Olísdeildinni á síðasta laugardag. Strax var óttast að meiðslin væru alvarleg.


Ágúst Þór sagði að niðurstaða myndatöku staðfesti að aftara krossband í hægra hné væri tognað en þó ekki slitið eins óttast var í fyrstu. Einnig eru liðbönd í hné tognuð. „Þetta þýðir að Sara verður að minnsta kosti í átta vikur frá keppni og er þar með off á tímabilinu,“ sagði Ágúst Þór.


Sara Sif hefur verið ein af öflugri markvörðum Olísdeildarinnar undanfarin ár og aðalmarkvörður Vals. Síðast átti Sara Sif sæti í landsliðinu í nóvember þegar leikið var við Ísrael í forkeppni HM.


Valur leikur til undanúrslita við Hauka í Poweradebikarnum í Laugadalshöll á morgun og verður flautað til leiks klukkan 18.

Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir markvörður sem kom til Vals fyrir tímabilið verður í aðalhlutverki hjá Valsliðinu næstu vikur.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -