- Auglýsing -
Leikið verður til undanúrslita í Poweradebikarkeppni kvenna (bikarkeppni HSÍ) í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Fyrri viðureignin hefst klukkan 18 þegar leikmenn Hauka og ríkjandi bikarmeistara Vals mætast. ÍBV og Selfoss eigast við klukkan 20.15 í síðari viðureigninni. Sigurliðin mætast í úrslitaleik Poweradebikarsins í Laugardalshöll á laugardaginn klukkan 13.30.
Síðast var leikið til undanúrslita og úrslita í bikarkeppninni í Laugardalshöllinni í mars 2020.
Poweradebikar kvenna, undanúrslit:
Laugardalshöll: Haukar – Valur, kl. 18 – sýndur á RÚV2.
Laugardalshöll: ÍBV – Selfoss, kl. 20.15 – sýndur á RÚV2.
Miðasala er á Stubbur.
Handbolti.is verður í Laugardalshöll og fylgist með báðum leikjum.
- Auglýsing -